Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 163
BÚNAÐARRIT
157
Þessum tilgangi sínum vill það ná, með því að fylkja
saman sveitafólkinu, og öllum þeim, er með félaginu
vilja vinna, til þess:
a. í fyrsta lagi að efla undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar (landbúnað, skógrækt og fiskiveiðar) og
vinna að því, að þessir þýðingarmestu atvinnu-
vegir njóti þeirra þróunarmöguleika, virðingar og
áhrifa, sem þeim ber, og koma þannig á því jafn-
vægi atvinnuveganna, sem eitt er nauðsynlegt til
])ess að skapa hrausta og sterka þjóð.
b. í öðru lagi að berjast fyrir sem mestu sjálfstæði
þessara atvinnugreina.
c. í þriðja lagi að halda í heiðri og efla ])jóðlega
menningu og þá lífsskoðun, sem þjóðin hefir erl't
og eignast, gegnum sína sögulegu þróun sem sjálf-
stæð þjóð.
Hinum stjórnmálalegu stefnumálum sínum vill fc-
lagið koma l'ram með því að styðja þá menn við þing-
kosningar og kosningar í sveitamálum, sem vilja
skuldbinda sig til að berjast fyrir stefnuskrármálum
þess.
Meðlimir félagsins geta verið:
a. Æfifélagar.
b. Arsfélagar.
c. Félög bænda í sveitum.
d. Sambandsfélög, mynduð af félögum sveitanna,
innan sama héraðs eða fylkis.
e. Ungmennafélög.
f. Kvenfélög. Þessi félög skulu grciða 25 aura árs-
tillag fyrir hvern meðlim sinn, þó aldrei minna
en 5 krónur til bændafélagsins.
g. Stofnanir, sein greiða árlegt tillag eftir sérstakri
ákvörðun um hvert þeirra.
h. Hciðursfélagar.
Aulc æfitillags eða árstillags, sem hvortveggja er á-
kveðið með fundarsamþykktum, skulu einstakir með-