Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 164
158
BÚNAÐARRIT
limir greiða árlega fasteignaskatt, ef þeir eiga raeira
en 1 jarðarhundrað (Skyldmark) og tekjuskatt, hvort-
tveggja miðað við hina opinheru skatta hlutaðeiganda
á hverjum tíma.
Æfitillög og gjafir skal leggja í fastasjóð eða stofn-
sjóð og af öðrum félagsgjöldum 10%, þar til hann er
orðinn 100 þús. krónur, og þann sjóðstofn má aldrei
skerða. En það, sem í hann kemur, umfram þetta, má
nota til árlegra þarfa félagsins, eftir ákvörðun full-
trúafundar, ef ástæða þykir til, enda greiði % hlutar
atkvæði með ráðstöfuninni.
Nú er þó stofnsjóður orðinn um 200 þús. krónur.
Af öðrum félagsgjöldum fá félagsdeildirnar Vio til
ráðstöfunar, en miðstjórn ráðstafar Vio hlutum af hin-
um árlegu tillagatekjum félagsins. Félagið hefir full-
trúaráð skipað 2 mönnum frá hverju héraðssam-
bandi og er formaður í stjórn hvers héraðssamhands
sjálfkjörinn í fulltrúaráðið, en hinn er kosinn. Nú
eru héraðssamböndin um 90 og verða þá um 180
menn í fulltrúaráðinu. En í miðstjórn eru 28 menn
(og 17 varamenn) kosnir af fulltrúaráðinu beint eða
óbeint.
Áður en kosið er í miðstjórn, sltulu fulltrúaráðs-
menn hvers fylkis (þau eru 18) tilnefna 3 menn til
miðstjórnar, og er fulltrúaráði félagsins skylt að kjósa
einn af þeim í miðstjórnina, sem fulltrúa fylkisins.
Hinir 10 miðstjórnarmennirnir eru kosnir óbundinni
kosningu, þó þannig að kjósa skal sérstaklega 2 menn
i miðstjórn sem íulltrúa kvennfélaganna. Aulc þessa
má timbursamlagið, mjólkursamlagið, flesksamlagið
og cggjasamlagið tilnefna sinn manninn hvert í mið-
stjórnina.
Miðstjórnin velur úr sínum hóp 5 manna fram-
kvæmdaráð (arbeidsudvalg) og 3 varamenn í það, og
einnig 3ja manna fjárhagsnefnd (finansudvalg).
Auk þessa getur fulltrúaráð og miðstjórn skipað