Búnaðarrit - 01.01.1934, Síða 170
164
BÚNAÐARRIT
og fylgt þeim fram með svo mildum krafti strekra
röksemda og fjölmenns fylgis, að erfitt hefir verið
fyrir stjórn og þing að standa gegn vilja þess og kröf-
um til lengdar. Sem málsvari bændastcttarinnar telur
félagið skyldu sína að láta til sín taka hvert það mál,
sem á einhvern hátt snertir hagsmuni hennar og land-
búnaðinn yfir liöl'uð: Eitthvert málefni kemur á dag-
skrá í opinberum umræðum. Ivomi það landbúnað-
inum eitthvað við, þá er það reglan, að framkvæmdar-
nefndin, sem áður er nefnd taki það til meðferðar.
Þylti henni ástæða til, leitar hún álits og umsagnar
annara fastanefnda félagsins, eða hún skipar sérstaka
nefnd eða leitar álits einstakra sérfróðra manna um
málið, og afgreiðir það síðan til „hærri staða“. Sé
málið stórt, þá tekur miðstjórnin það einnig til rann-
sóknar og gerir tillögur um það, og hin stærstu og
milcilsverðustu málefni eru lögð fyrir fulltrúaráð og
landsfund og afgeidd þar. Hafa þau þá með sanni
gengið í gegnum margfaldan hreinsunareld, sem erfitt
er í gegn að ganga, jafnvel þótt öðrum stéttum þyki
á sig gengið.
Félagið hefir liáð harða og langa baráttu í tollmál-
unum. Eins og áður er sagt nutu iðnaðarvörurnar
tollaverndar en landbúnaðarafurðirnar ekki eða ó-
verulegrar. Vegna tollverndarinnar gat iðnaðurinn
keypt vinnukraftinn dýrara verði en ella, og það kom
niður á landbúnaðinum. Hér krafðist félagið jafnrétt-
is fyrir landbúnaðinn, og ekki annars. Það heimtaði
engin forréttindi, en að óbreyttum tollum á iðnaðar-
vörum, krafðist það tilsvarandi verndar fyrir land-
búnaðarafurðirnar; en það mætti líka lækka iðnaðar-
vörutollana, eða afnema þá alveg og hafa þá heldur
enga verndartolla fyrir landbúnaðarafurðirnar. Kraf-
an var aðeins jafnrétti. Árangurinn er orðinn sá, að
tollur miðaður við innkaupsverð var: