Búnaðarrit - 01.01.1934, Side 179
BÚNAÐARRIT
173
til, t. d. Selskabet for Norges Vel, félagið Ny jord,
Landbruksraadet, Priscentralen, Sambandið (Fælles-
kjöp) o. fl. Þar er einnig veitingahús og gistihús og
verður húsið þannig miðstöð og heimili bænda í höf-
uðstaðnum.
I stuttu máli má segja, að árangurinn af starfi
félagsins sé þessi:
1. Hærra verð á landbúnaðarafurðum.
2. Betra skipulag á sölu afurðanna.
3. Meira jafnrétti gagnvart öðrum stéttum.
4. Meiri virðing fyrir bændastéttinni og bændamenn-
ingunni, vegna xættari skilnings á þýðingu þeirra
og hlutverki í þjóðfélaginu.
5. Meira traust og virðing bændanna gagnvart sjálf-
um sér, stétt sinni, atvinnu og menningu.
Starfsháttunum hefir Jonas Dahl lýst þannig:
„Sammen vil vi dröfte
bondens kaar og kald,
og vort merke löfte
foran tusental,
fylke uden brarn
bondehæren fram,
saa al verden ser
hvor vor bonde er“.
Bændafélagið norska vill innræta norslcum bændum
þá lotningu fyrir starfi þeirra og köllun, sein Ham-
sun leggur Isak í brjóst i Markens gröde (Gróður jarð-
ar) með þessum orðum:
„Öldum saman höfðu forfeður hans sáð korni, það
var bæn þeirra á mildum, kvrrum vorkvöldum, helst
þegar von var á örlítilli miskunnsamri gróðrarskúr,
rétt um þær mundir, þegar grágæsirnar voru ný-
flognar til fjalla.
Korn, það var brauðið, korn eða ekki korn það
var líf eða dauði. ísak gekk berhöfðaður og bað guð