Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 7
Formálsorð
Ritsafnið Islenzk fræöi eða Studia Islandica stofnaði Sigurður
Nordal 1937 og var útgefandi þess til 1951. Síðan hefur heimspeki-
deild Háskóla Islands verið útgefandi. Það flytur ritgerðir um ís-
lenzkar bókmenntir, sögu og tungu. Upphaflega birti það einkum
erindi, sem flutt höfðu verið á rannsóknaræfingum íslenzkra fræða
í háskólanum, en síðar var efni fengið víðar að. Framan af kom
það út eftir því, sem efni lá fyrir, en undanfarið hefur oftast komið
eitt hefti árlega (sbr. skrána í bókarlok). Nokkrar ritgerðir eru á
erlendum málum, helzt ensku, en flestar á íslenzku, og fylgir þá
efnisútdráttur á einhverju heimsmálanna.
Ritgerðir þær, sem hér birtast um kveðskap Stephans G. Steph-
anssonar, eru samdar upp úr kjörsviðsritgerðum til kandídats-
prófs í íslenzkum fræðum. Er hér fyrr prentuð sú ritgerðin, sem
f jallar um eldra kvæðaflokkinn, þótt síðar sé samin. Oskar Ó. Hall-
dórsson, sem skrifar um flokkinn Á ferð og flugi (bls. 7—94), lauk
prófi haustið 1958 og er nú íslenzkukennari við Kennaraskóla Is-
lands. Siguröur V. FriÖþjófsson, sem skrifar um Kolbeinslag (bls.
95—181), lauk prófi vorið 1957 og er nú blaðamaður hjá dagblaðinu
Þjóðviljanum. Hannes Pétursson skáld, sem lauk prófi i ársbyrjun
1959, samdi prófritgerð um fjögur söguljóð Stephans: Sigurð Trölla,
Illugadrápu, Jón hrak og Grim frá Hrafnistu. Hefði verið fengur
að því að birta hana hér. En veigamesti hluti hennar, þátturinn um
Sigurð Trölla, hefur þegar verið prentaður, í Andvara 1959.
Reykjavik 3. desember 1960.
Steingrímur J. Þorsteinsson.