Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 34
32
í förina á síðustu brautarstöð. Af öllum líkum að dæma
er þetta sami presturinn og áður var nefndur til sög-
unnar. Þeir sögumaður og prestur eru kunnugir frá æsku
og hafa átt saman í mörgu, en sjaldnast verið á eitt sáttir.
Eigi að síður verða fagnafundir, og tekst með þeim fjör-
ugt samtal, enda eiga þeir margs að minnast. Hér dvelur
skáldið við lýsingu prestsins, enda virðist tilgangur þess-
arar frásagnar sá að kynna lesandanum eðlisfar hans.
Lýkur svo kaflanum, er nefnist Vagn á vegi.
Næstu nótt verður lestin fyrir árekstri. 1 XIV. kafla
er þeim atburði lýst, eins og sögumaður skynjaði hann.
Undir morgun vaknar hann skyndilega einn í klefa sín-
um og verður þess var, að allir farþegar ryðjast í ofboði
út úr vögnunum. Hann nær ekki útgöngu um dyrnar
vegna þrengsla, en fær fleygt sér út um glugga. Sér hann
þá, að Ragnheiður bjargar barni út úr hrynjandi vagn-
inum. Sjálf verður hún of sein og lætur líf sitt.
f XV. kapítula segir frá slysinu og orsökum þess: f
lestinni hafði hjól bilað, svo að hún varð að halda kyrru
fyrir á brautinni um hríð. Sendur var hraðboði til næstu
stöðvar til að forða árekstri, en þrátt fyrir það tókst ekki
að stöðva næstu lest, er kom sömu leið. Renndi hún aft-
an á hina með þeim afleiðingum, að fimm öftustu vagn-
arnir brotnuðu í spón. Særðust og dóu margir farþegar,
sem náðu ekki útgöngu í tæka tíð.
Nú var leitað til næsta smábæjar meðfram járnbraut-
inni. Voru hinir særðu og sumir hinna dauðu þangað
fluttir. Ýmsir hinna farþeganna leituðu sér einnig hvíld-
ar og hressingar þar eftir áfallið, meðal annarra prests-
hjónin og sögumaður. Hefst nú XVI. hluti kvæðisins,
Dagdómar.
Sögumaður og prestur ræðast við um slysið. Prestur
skýrir frá, að meðal hinna dauðu hafi fundizt lík íslenzkr-
ar stúlku, sem komið hafi frá Golden. Hafi útför hennar
verið afráðin hér þegar í stað, þar eð hún eigi enga ætt-
ingja né vini. Með því að prestur þorpsbúa sé fjarstadd-