Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 23
21
bauð til frjálsrar umræðu um svolátandi spurningu: „Er
kirkjan með eða móti frjálsri rannsókn?“ Voru þá margir
fullir eftirvæntingar um það, hvort Menningarfélags-
mennirnir kæmu á hólminn. Það brást ekki, og nefnir
Lögberg þá Skafta B. Brynjólfsson, Björn Pétursson og
Björn Halldórsson meðal ræðumanna. Hafa umræður
orðið allsnarpar, en eigi að síður farið vel fram. Þeir
sr. Jón Bjarnason og sr. Friðrik J. Bergmann lögðu
áherzlu á það, að mótmælendakirkjumar væru í engu
mótfallnar frjálsri rannsókn. Þessu andmæltu hinir og
minntu á, að á ýmsum tímum hefðu helztu leiðtogar kirkj-
unnar brugðizt illa við slíkum rannsóknum. Væru viðtök-
ur þær, sem Menningarfélagið hefði nú hlotið, nýjasta
sönnun þessa. Sr. Friðrik Bergmann svaraði og sagði, að
umræddar viðtökur væru sök félagsmanna sjálfra. Menn-
irnir, sem í félaginu væru, hefðu aldrei setið sig úr færi
til að rífa kirkjuna niður.i
Litlu síðar skrifaði síra Jón Bjarnason svargrein í til-
efni af fyrmefndri Lögbergs-grein Stephans, sem í Bréf-
um og ritgerðum er nefnd Menningarfélagið og Samein-
ingin.1 2 Svargrein síra Jóns var prentuð í Lögbergi 1.
ágúst. Er hún allharðorð í garð Stephans. Heldur síra
Jón fast við þá skoðun, að Menningarfélagið sé „vantrú-
arfélag — eða það, sem á ensku er kallað: Free thinkers’
society." Um Stephan farast honum m. a. svo orð: „Hr.
Stefán Guðmundsson sat á 1. ársfundi kirkjufélags vors
1885, samþykkti þá grundvallarlög þess og þar með alla
játning og stefnu hinnar lúthersku kristni vorrar og tók
að lokum kosning sem varaskrifari fyrir kirkjufélagið.
Síðan drattaðist hann þegjandi úr söfnuði sínum og þar
með út úr kirkjufélaginu, og ekkert heyrðist um hann
síðan, þar til „Menningarandinn“ fer í hann og ýtir hon-
um upp á sjónarsviðið undir þessu nýja nafni: Stephan G.
1) Sjá Lögberg 28. júni og 4. júlí sama ár.
2) Greinin birtist upphaflega án fyrirsagnar í Lögbergi.