Studia Islandica - 01.06.1961, Side 135
133
Ég steypi þér þá með legg, legg,
lið, sem hrærir ungl, ungl.
Steypti Kölski sér þá ofan fyrir bjargið og bauð ekki Kol-
beini aftur til kappkvæða.1
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þætti Gísla
Konráðssonar af Kolbeini, sem prentaður var í Lögbergi.
Þar er á nokkuð annan veg sagt frá skiptum þeirra
Kölska en í sögu þeirri, er nú var sögð. Skal því rakið
efni þeirrar frásagnar líka, svo að Ijóst megi verða, hvora
þeirra Stephan leggur til grundvallar kvæði sinu. Saga
Gísla er allmiklu lengri en hin, og er efni hennar á
þessa leið:
Þegar Kolbeinn bjó að Fróðá, gerði hann samning við
Kölska. Skyldi hann vinna fyrir búi Kolbeins í þrjú eða
fjögur ár. Setti Kolbeinn sjálfan sig í móti, þó með því
skilyrði, að Kölski væri ætíð reiðubúinn að botna vísur
fyrir Kolbein, og fengi hann kveðið þann fyrra hluta, er
Kölski gæti ekki slegið botn í, væri hann laus allra mála.
Heitir þar Kontraktarsteinn, skammt frá Fróðá, er þeir
sömdu með sér. Kölski tók nú að vinna fyrir Kolbein.
Engum sagði hann nafn sitt, en var kallaður hinn ókunni
maður. Ekki þótti hann kirkjurækinn, en verkmaður svo
mikill, að enginn var slíkur, bæði til sjós og lands. Hann
hlóð ætíð, er hann réri til fiskjar. En svo var hann lund-
illur, að brátt fékk hann enga háseta. Réri þá einn og
fiskaði sem áður. Ekki mátti nefna guðs nafn á sjónum,
en það kvað hann fiskisælast að formæla sem mest veið-
arfærum og afla. Leiður var hann heimamönnum Kol-
beins, en verstur konu hans, sem var guðhrædd. Vand-
fýsinn var hann um þjónustu og svívirti konur í orði sem
og alla aðra. Hataði húslestra og hlýddi þeim aldrei. Gat
Kolbeinn einn við hann tætt. Fékkst að lokum enginn til
að vinna með honum, og varð Kolbeinn sjálfur að raka
eftir honum hið f jórða sumar.
1) Sjá Islenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 18.—19. bls.