Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 45
43
„Hún (þ. e. kirkjan) er, því miður, stundum einn af álf-
unum á krossgötu æskumannsins, sem lokkar á þá götu,
sem hann átti aldrei að ganga, f jötrar sannleiksþrá hans
og samvizku, eigi hann aldur og andlegan þroska fyrir
framan sig.“1 2 3
En víkjum nú aftur að fyrrgreindum Ijóðlínum í niður-
lagi kaflans um Ragnheiði litlu. Hvað er Stephani í hug,
er hann talar um „endurfæðing hvers manns, þann kipp,
þegar hrökkva að óvöru upp inir andlegu kraftarnir hans
og hugsjónin birtist“ ? 1 fljótu bragði kann að virðast,
að hér sé brugðið á glens, en hitt hygg ég þó, að Stephani
sé full alvara og hér víki hann að andlegu ástandi, er
hann þekkti af eigin reynd. Á ýmsum stöðum í ritum
hans má finna slík dæmi hughrifningar eða hugljómun-
ar. Vel ég hér tvö, sem lýsa þessari andlegu reynslu
nokkru nánar. f Sættinni eru þessar ljóðlínur:
— Það koma stundum þær stundir
stopular, því er svo farið,
þegar eitt augnablik opnast
útsýni, launkofi, smuga.
Örlögin blasa við augljós
eldingum leiftrandi huga.‘-
f fslendingadagsræðu, er nefnist Hægt er að þreyja
þorrann og góuna, er sams konar fyrirbæri lýst og á lík-
an hátt:
„Undir söngnum hafði ég orðið hugsi. Yfir mig hafði
liðið ein þessi stund, þegar smáatvik líta út eins og lykill
að anddyri aldarfarsins, svo örlögin blasa við aftur og
fram.“ s
Á slíkum sigurstundum andans vitraðist Stephani G.
nýr sannleikur, þótt hann hefði hafnað kirkjutrú sem
eina ráðinu til að öðlast hann. Því gat hann sagt:
1) 1 veðrinu ót af Vafurlogum, Bréf og ritgerðir IV, 291. bls.
2) Andvökur I, 560. bls.
3) Bréf og ritgerðir IV, 239. bls.