Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 165
163
Nú var það Kölski, sem átti lokaorðið og snéri öllu til
verra vegar. Hann segir meðal annars:
Myrkrið hérna heim skal bjóða
hjátrúnaði ríkra þjóða.1
Hann leggur á Islendinga, að þeir skuli
Ómennskunni á sig trúa
og þeim bezt, sem naprast ljúga.
Farga bæði frelsi og æru,
fyrir prís á sauðargæru.2
Að lokum, þegar Kolbeinn vísar til hinnar uppvaxandi
æsku og þess, er hún muni gera, er hún rís á legg, leggur
Kölski þetta á hann:
Þú, með öðrum, áður skrifir
undir veð í því sem lifir!3
Allt á hann og hans kynslóð að selja af höndum og veð-
setja, svo að afkomendurnir verði ekki frjálsir menn og
sjálfum sér ráðandi, heldur fjötraðir þrælar, er engu
megni að þoka til réttrar áttar.
Þegar hér er komið kvæðaeinviginu, er farið að stytt-
ast til morguns og til loka þess. Kolbeinn sér, að fái Kölski
að eiga hið síðasta orð, muni hann fyrirkoma honum og
þjóðinni allri með ákvæðavísum sínum. Hann grípur því
til nýs bragarháttar, er Kölski kann ekki, og kveður:
Ef er gálaust af að má
eins manns blóð úr lífsins sjóð,
og bætir þegar við, er stendur á Kölska að botna,
hvað mun þá að hyggja á
heillar þjóðar erfiljóð?4
Þar með hafði Kölski tapað ijóðasennunni.
1) Andvökur III, 93. bls.
2) Sama, 94. bls.
3) Sama, 95. bls.
4) Sama, 96. bls.