Studia Islandica - 01.06.1961, Side 62
60
er einnig í samræmi við æviferil hans. Á Dakota-árunum
kynntist hann sléttunni og borginni Winnipeg, en dvaldi
síðari hluta ævinnar vestur í Alberta-fylki með Kletta-
fjöll á aðra hönd, en víðlendið á hina.
Ferðin norður sléttuna til borgarinnar og erindið að
sitja kirkjuþing minnir á ferð Stephans frá Dakota á
kirkjuþingið í Winnipeg sumarið 1885. Eftir þá þingsetu
skildu leiðir með honum og kirkjunni. 1 kvæðinu er
reyndin hin sama:
Ég minnist á kirkjur — því kominn ég var
til kirkjuþings, lærði svo þar,
að inn í það guðhræddra syndara safn
mér sannlega ofaukið var.1
Ferðalýsingin gæti einnig átt við járnbrautarleiðina
milli N-Dakota og Winnipeg. Að vísu virðast þeir Stephan
og Jónas Hall ekki hafa farið áðurnefnda ferð með járn-
braut.2 En samt sem áður hefur Stephan þekkt þessa leið
vel og vafalaust farið hana oft, meðan hann bjó í Dakota.
Er hér um að ræða Emersonbrautina, sem lögð var 1878
og tengdi Winnipeg og bandarísku borgimar St. Paul og
Minneapolis.3 Liggur brautin skammt fyrir austan Rauðá
(Red River) með fljótið á vinstri hönd, þegar farið er
norður. Lýsing fljótsins, leirinn og halli landsins minnir
enn fremur á Rauðá og Rauðárdalinn:
Á vinstri hlið silalegt aurana óð
ið óslygna, skoluga fljót,
sem lyfti ei fæti í foss eða streng —
því fjör, jafnvel straumanna, deyr,
að vaga um aldur með fangið sitt fullt
af flatlendis svartasta leir.4
1) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 17. bls.
2) Sbr. Kirkjuþingsferðina, Andvökur III, 455. bls.
3) Sbr. Fr. J. Bergmann, Almanak ÓI. Th. 1904, 51. bls.
4) Norður sléttuna, Andvökur II, 13. bls.