Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 177
175
ur um kvæðið, er hnígur mjög í sömu átt. Eru það tvær
vísur eftir J. Ásgeir J. Líndal. Eru þær svohljóðandi:
Kolbeinslagið,
kynngibraginn,
kalla ægilegan má,
Kölski slægur,
Kolbeinn frægur,
kveðast dægur heilt þar á!
Kvæðið snjalla,
kraftaspjallið,
kosti alla hefir það:
Liðugt, viturt,
ljóst og biturt,
lastaslitum miðar að.1
Næst er kvæðið svo prentað í fimmta bindi af Andvök-
um, er út kom í Winnipeg árið 1923. Þar eru nokkrar
smávægilegar orðabreytingar á því gerðar. Þeirri útgáfu
er svo fylgt í síðari heildarprentunum þess: í Andvökum,
úrvalinu, er Sigurður Nordal gerði úr garði, Reykjavík
1939, svo í tímaritinu Rétti, 3.—4. hefti 1953 og loks í 3.
bindi hinnar nýju útgáfu Menningarsjóðs af Andvökum,
sem prófessor Þorkell Jóhannesson annaðist um, Akur-
eyri 1956, en þar mun einnig stuðzt við eintak Stephans.
1 öllum þessum síðari útgáfum er staf- og merkjasetning
löguð að nútíma hætti.
Breytingar þær, sem gerðar eru á Kolbeinslagi í And-
vökum 1923, eru allar mjög smávægilegar. Á skiptingu
þess í erindi eru tvær breytingar. 1 öðrum hluta kvæðis-
ins, Á Kolbeinsstöðum, eru tvær síðustu vísur í útgáf-
unni 1914 gerðar að einni vísu í útg. 1923. Þá er gerð
breyting á síðasta hlutanum, Leiði í landauðn. 1 Heims-
kringlu var rímunni skipt niður í þrjú erindi, en í sér-
prentuninni er fyrsta erindinu skipt í tvennt, svo að vís-
1) Heimskringla, 4. tbl., XXIX. árg.