Studia Islandica - 01.06.1961, Side 24
22
Stephansson.“ Síra Jón lýkur grein sinni með þessum
orðum: „Við dautt vantrúarfélag tala ég ekki.“i
Grein þessari mun Stephan ekki hafa svarað. Löngu
síðar (1907) víkur hann að átökum þessum og segir: „Ég
þóttist sjá, að þessi byrjun myndi enda á „klippt eða skor-
ið“ kerlinganna sælu í öllum allsvarðandi málum Islend-
inga vestan hafs.“1 2 Að hinu sama lúta þessar ljóðlínur í
Á ferð og flugi:
Og kirknanna rógur og kryt út af því,
hver Kristur í fyrndinni var,
er kerlinga svardögum svipaðast — ef
ei saman um ævintýr bar.3
Menningarfélagið var þó ekki dautt, er síra Jón reit
fyrrnefnda grein. Það lifði þar til á árinu 1893, en var
þá leyst upp. Alls hélt félagið 16 fundi. Það gekkst fyrir
opinberum fyrirlestrasamkomum og kom á fót sterku
iestrarfélagi. Hafði tilvist þess mikil áhrif á andlegt líf
í byggðarlaginu. En margir félagsmanna fluttust burt á
næstu árum, og mun þar að finna helztu orsök þess, að
félagið starfaði aðeins um 5 ára skeið.4 Af þeim skulu
hér nefndir þeir Stephan G. Stephansson, sem flutti bú-
ferlum til Albertafylkis í Kanada vorið 1889, og Bjöm
Pétursson, sem fluttist til Winnipeg ári síðar. Bjöm var
frumkvöðull únítarahreyfingarinnar meðal Islendinga í
Vesturheimi. Tók hann að flytja opinbera fyrirlestra um
trúarstefnu þeirra árið 1888 bæði í Dakota og Winnipeg.
Gagnrýndi hann lúthersku kirkjuna harðlega og lenti
brátt í hörðum deilum við leiðtoga kirkjufélagsins. Festi
únítarahreyfingin brátt nokkrar rætur meðal Islendinga,
og stofnaði Björn fyrsta söfnuð þeirra í Winnipeg 1.
febrúar 1891.5 Af síðari leiðtogum únítara má nefna
1) Sjá Lögberg 1. ágúst 1888.
2) Bréf og ritgerðir IV, 278. bls.
3) Andvökur II, 17. bls.
4) Sjá Bréf og ritg. IV, 152.—153. bis. og Sögu ísl. I N-Dakota, 69. bls.
5) Sbr. Sögu Islendinga i Vesturheimi V, 57. bls.