Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 178
176
urnar verða fjórar. Þessu er aftur breytt í upprunalegt
horf í Andvökum, enda er það eðlilegri skipting og í sam-
ræmi við nafnbindinguna, sem getið hefur verið. Frá
skiptingu rímnanna í þriðja kafla, Úti í Draugaskeri, úr
þremur í fjórar hefur áður verið sagt og skal ekki end-
urtekið hér.
Auk merkjabreytinga, sem eru nokkrar, eru nær 40
orðabreytingar gerðar frá frumútgáfunni í prentuninni
1923. Flestar eru þær aðeins þannig, að breytt er um
mynd sagnar, fall nafnorðs, forsetningar eða tengiorð.
Fyrir kemur þó, að Stephan hefur breytt alveg um orð,
sett t. d. menn fyrir þeir (1. ríma, 21. vísa), verki fyrir
merki (2. ríma, 38. vísa), misleggur fyrir máttur við (5.
ríma, 5. vísa), en þær breytingar eru örfáar og varða
litlu. í útgáfunni 1956 hefur dr. Þorkell fylgt að mestu
breytingunum í útgáfunni 1923 með þrem eða f jórum und-
antekningum þó, þar sem hann mun hafa farið eftir leið-
réttu eintaki Stephans sjálfs, enda sumt auðsæjar prent-
villur.
IX
Lokaorð
Hér að framan hef ég gert Kolbeinslagi þau skil, er ég
kann. Eftir er aðeins að gera sér grein fyrir því, hvern
sess það skipar meðal verka Stephans. Um það hafa
verið og verða væntanlega alltaf nokkuð skiptar skoð-
anir. I ritdómi í Eimreiðinni 1916 segir dr. Valtýr Guð-
mundsson, að kvæðið sé svo myrkt og torskilið, að flest-
um sé ofætlun að skilja það án skýringa, enda hafi
Stephani oft tekizt betur.1 Dr. Rögnvaldur Pétursson
segir hins vegar í ritdómi sínum í Heimskringlu, að
þetta sé meðal betri kvæða Stephans.2
Að mínu áliti fer dr. Rögnvaldur nær hinu sanna en
dr. Valtýr í dómi sínum um Kolbeinslag. Það er án efa
1) Sjá Eimreiðina 1916, 67. bls.
2) Sjá Heimskringlu, 22. október 1914.