Studia Islandica - 01.06.1961, Side 37
35
Þessi lífsspeki er frúnni bersýnilega framandi, og hún
fylgir sögumanni ekki í þennan bratta í heimi andans.
Hún setur sjálfa sig í spor Ragnheiðar, og henni er óskilj-
anlegt, að nokkur leggi sig í slíka hættu, nema því að-
eins að lífið sé orðið einskis virði, sízt búi íslenzkar kon-
ur yfir slíku hugrekki. Hin hversdagslegu góðverk séu
unnin, án þess að hugur fylgi verki. Lífsreynslan lami
siðferðisþrekið smátt og smátt, og því sé ólíklegt, að
hinn fallni reisi sjálfan sig.
Þannig lýkur þessum ferðaþætti. Síðasti kapítuli ljóð-
sögunnar er eins konar eftirmáli, sem skáldið nefnir „Svo
fyrirdæmi ég þig ekki heldur.“ Að tveim árum liðnum er
sögumaður staddur í þorpinu, þar sem Ragnheiður hvílir.
Hann gengur út í kirkjugarðinn og finnur legstað henn-
ar með veglegum varða. Sér hann, að hefðarkonan hefur
látið gera legsteininn til minningar um björgun dóttur
sinnar, því að nafn telpunnar er einnig letrað þar. Honum
finnst fátt um þennan umbúnað, ekki sízt fyrir þá sök, að
í stað Ragnheiðar heilsar þar Sally O’Hara. Kjarni eftir-
málans er túlkun Stephans á ættjarðarástinni, sem fer
eldi um huga hans, er hann stendur við leiði Islend-
ingsins gæfusnauða í erlendri mold:
Til framandi landa ég bróðurhug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein,
en ættjarðarböndum mig grípur hver grund,
sem grær kringum íslendings bein.
Ég skil, hví vort heimaland hjartfólgnast er:
öll höppin og ólánið það,
sem ættkvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér
hver árhvammur, fjallsströnd og vað.
Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt,
þar hreystiraun einhver var drýgð;
og svo er sem mold sú sé manni þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er vígð.1
1) Andvökur I, 54. bls.