Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 77
75
æsku Ragnheiðar, er frásögninni þannig hagað, að sögu-
maður gæti verið fróður um efnið. Hins sama gætir í
persónulýsingum. Þær takmarkast af skynjun sögumanns
og þeirri vitneskju, sem honum er unnt að láta í té.
Eins og áður er rætt, skiptist kvæðið í þrjá ,,þriðjunga“,
þegar miðað er við tímatal. En alls er því skipt i 18 kafla,
nokkuð misjafna að lengd. Erindaskipun er óregluleg, en
til grundvallar er lagður átta visuorða háttur, því að
hvergi standa færri vísuorð saman og ætíð má deila hverj-
um kafla með átta, svo að upp gangi. Stöku vísuorðin eru
gerð af þremur réttum þríliðum og einlið eða stúf. Jöfnu
vísuorðin eru eins að gerð, nema þar er einum þrílið
færra. öll vísuorðin hafa forlið. Jöfnu vísuorðin ríma
saman tvö og tvö, en hin stöku eru órímuð. Hátturinn
er einfaldur og hæfir efninu ágæta vel. Hrynjandin verð-
ur mjúk og létt. Þríliðirnir eru léttstígir, þar eð tvö létt
atkvæði verða á móti einu þungu. Stýfði liðurinn í enda
hvers vísuorðs gerir kveðandina sterkari, án þess að
þyngja hana til muna, enda hefst næsta lína á léttu at-
kvæði (forlið), sem eykur þýðleika háttarins.
Þótt Stephan hafi að líkindum ekki brugðið þessum
hætti fyrir sig fyrr en í þessu kvæði, kann hann fullvel
með hann að fara. Þau braglýti, sem fundin verða, virð-
ast stafa af hroðvirkni. Skulu hér hin helztu nefnd.
Rímgallar eru þessir: Gróf og skóg er rímað saman á
25. bls. og mild stendur móti illt á 30. bls. Á 47. bls. er
rímorð endurtekið: manns á móti manns.
Stuðlasetning er nærri lýtalaus, þegar undan er skilið,
að hv er ýmist stuðlað á móti kv, k eða h. Dæmi:
því inni var kveldloftið kæfandi þungt
og hver sat og þagði eins og steinn.1
Hér er gert ráð fyrir, að hv sé borið fram með kv-
framburði, og mætti við það una, ef einhlítt væri. Svo er
þó ekki, sbr.:
1) Kveldskuggar, Andvökur II, 38. bls.