Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 26
24
Af þessari aldarfarslýsingu verður flutningur Stephans
G. Stephanssonar frá Dakota vestur til Alberta skiljan-
legri en ella. Orsakir þess, að hann flutti, eru sennilega
margar, og hæfir ekki að rekja þær hér. Þess ber að
minnast, að í Dakota hafði Stephan fest nokkrar rætur.
Þar hafði hann eignazt ýmsa valda vini og kunningja, og
með þeim hafði hann hafið baráttu fyrir „andlegu frelsi“
í stað „heimsku og hleypidóma". Eflaust hefur það verið
honum talsverð raun að hverfa af vettvangi þessarar
baráttu, er hún var nýlega hafin. Eigi að síður virðist
mér margt benda til þess, að óánægja með mannfélagið
hafi valdið nokkru um, að hann kaus heldur að lifa víðs
fjarri í hinni „vestrænu óbyggð“. „Mannfélag, sem manni
finnst allt öfugt og sem finnst maður sjálfur allur öfug-
ur, er varla lifandi við, nema því aðeins, að maður hafi
tíma og efni til að standa í einlægum róstum,“ segir hann
í bréfi til Jónasar Hall 24. ágúst 1890, er hann telur vin
sinn á að feta í fótspor sín og flytjast frá Dakota til Al-
berta. 1 Ijóðum Stephans má finna svipaða hugsun. Þeg-
ar hann kveður um þjóðsöguna af Torfa, er flúði í Torfa-
jökul, meðan svartidauði geisaði, hefur hann sig og sam-
tíð sína í huga. Hann lýsir aðferð Torfa og segir síðan:
Enn er ekki um gott að gera —
geisi sóttir, hvar er hæli,
ef mér sýnist sveit mín vera
sálardoða pestarbæli?
Freistingar í átt þá ýja
— arfgengar í skapi mínu —:
Nú er þörf á fjöll að flýja,
fylgja Torfa og bjarga sínu.
Þegar það sem ungir yrkja
allt er jarmur týndra sauða —
þegar bæði blöð og kirkja
breiða út andans svarta dauða: