Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 19
17
þess, að kreddufesta forystuklerkanna hafi átt illa við
fslendinga, sem hafa frá fornu fari verið umburðarlyndir
í trúarefnum og hneigðir til skynsemistrúar. 1 annan
stað tók nú mjög að gæta áhrifa hinnar frjálslyndari guð-
fræði, enn fremur únítara og fríhyggjumanna. Féllu
þessar kenningar í góðan jarðveg meðal ýmissa landa
vorra. En allar skoðanir, sem ekki samrýmdust lúthersk-
unni, áttu erfitt uppdráttar, þeir, sem aðhylltust þær, voru
að sjálfsögðu dreifðir og mynduðu engin samtök, sem
jafna mætti við Hið evangeliska lútherska kirkjufélag
fslendinga í Vesturheimi.
í Norður-Dakota virðist frjálshyggjunnar hafa gætt
meira og fyrr en í öðrum íslendingabyggðum, og verður
að telja Parksöfnuð upphaf hennar. Merkilega heimild
um þetta er að finna í fréttapistli frá Mountain, er birt-
ist í Heimskringlu 17. febr. 1892. Þar segir svo: „Hér
var fyrst á íslenzkum málfundum Biblían kritiseruð eins
og hver önnur bók; hér var fyrst, sem mönnum lærðist
að mæla trú sína eftir skilningi og þekkingu, en ekki
eftir dauðum bókstaf; hér var það fyrst, að Hið íslenzka
menningarfélag gaf út prógram sitt.“
Það má gera því skóna, að Stephan G. Stephansson og
ýmsir sveitungar hans, sem voru óánægðir með þróun
kirkjumálanna, hafi haslað sér völl í baráttunni og rætt
trúar- og lífsskoðanir sínar. Kappræðufélag var snemma
starfandi þar í byggðinni.1 En á árinu 1888, þremur
árum eftir stofnun kirkjufélagsins, urðu þau tíðindi, að
7 menn frá Mountain og Garðar stofnuðu félag, er þeir
gáfu heitið: Hið íslenzka menningarfélag. Stofnfundur fé-
lagsins var haldinn á heimili Stephans G., og var honum
falið að ganga frá stefnuskrá þess. Er hún á þessa lund,
rituð með hendi Stephans fremst í fundabók félagsins:
„Mannúð. Rannsókn. Frelsi. Stefna félagsins er að
styðja og útbreiða menning og siðferði, það siðferði og
2
1) Síá Brél og ritgerðir IV, 262. bls.