Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 40
38
þess andlega uppeldis, sem kappkostar „að fá fólk til að
játa og hópa því upp“ (bréf 4. sept. 1900). Hér er hann
fáræðinn um höfuðatriði kristinnar trúar, en tekur til
meðferðar gildi hennar fyrir farsæld mannanna í þessu
lífi. Á þann hátt vildi hann hasla trúmálaumræðum völl,
og kemur það skýrt fram í bréfi til síra Björns Péturs-
sonar sjö árum áður. Þar segir hann: ,,En trúmálum
vorum er ekki til neins að hlífa sér við; það er bara að
svíkja sjálfan sig. Þau verða að ræðast og útkljást. Ekki
hvort guð er þrí-einn eða einn eða enginn. Það útkljáum
við ekki fyrir alla. En hitt verðum. við að útkljá á annan
hvorn bóginn: hvort að nokkurt íslenzkt vit, menningar-
og þjóðræknis-viðleitni, tímanleg eða ,,eilíf“ sáluhjálp sé
til, utan við lútherska kirkjufélagið; og við það mál ætt-
um við að geta skilizt svo, að ekki yrðu til tvær skoð-
anir.“1
1 fyrsta kafla kvæðisins deilir Stephan á hinn kirkju-
lega flokkadrátt, sem veldur því, að öreiga landnemar eru
látnir strita við að reisa margar kirkjur í hverju smá-
þorpi. Trúfræðilegur skoðanamunur er hafður að yfir-
varpi þessa flokkadráttar, en í baráttunni gægist fram
kaldrifjuð veraldarhyggja:
Og nú eins og áður menn ætla það stríð
sé einkum um sannleikann háð.
En kirkjur sem ástmeyjar hyllast þá helzt,
sem hafa mest skildinga ráð.2
Þess vegna skirrist kirkjan ekki við að þreyta kapp-
hlaup um þessa heims auðæfi:
Og Jehóva sendi sinn Hjálpræðisher
á hnotskóg þess auðæfalands.3
Þessu verra er þó hitt, að leiðir þær, sem kirkjan velur
til fjársöfnunar, eru sumar lítt vandaðar. I IV. kafla er
1) Bréf og ritgerðir I, 36. bls.
2) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 17. bls.
3) Námabærinn, Andvökur II, 27. bls.