Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 54
52
og séð margt. Skoðanir hans eru reyrðar kenningakerfi
kirkjunnar, svo að hann sér lífið frá aðeins einum sjónar-
hóli. Að samtalinu loknu ályktar Stephan:
Ef rólega gætum allt vegið og virt,
við vitum það, hvor fyrir sig,
að það vóru forlög sem færðu þig, vin,
í frakkann, í treyjuna mig.1
Hver eru þessi forlög? Að minni hyggju á Stephan hér
við tvennt: upplag mannsins og hin ytri atvik, sem ráðast
smátt og smátt, en valda oft straumhvörfum í lífi manna,
einkum þeirra, sem láta berast með straumi tímans.
Æskueinkenni prestsins voru „laundrjúgt stolt“ og
„framt lunderni“. Er því eðlilegt að gera ráð fyrir, að
unglingur þannig skapi farinn hafi fljótt skilið, hver kjör-
gripur embættið er og ætlað i flokk hinna stærri. Vonin
um glæsilegri lífsstöðu, „frakkann", var líka að dómi
Stephans algengasta hvötin til þess að menn gengju skóla-
veg.2 Hin ytri atvik verða svo þau, að kirkjufélagið
lútherska mótar hann eftir sinni stefnu og gerir úr hon-
um þröngsýnan og sérgóðan kredduklerk.
1 allri lýsingunni á prestinum og framkomu hans gæt-
ir megnrar andúðar, jafnvel grályndis. Presturinn er
sneyddur þeim manndygðum, sem Stephani voru helg-
ar. Þegar hann vill hliðra sér hjá að jarðsyngja Ragn-
heiði af ótta við almenningsálitið, sýnir hann hégóma-
skap og hugleysi. Á sama hátt misbýður hann sanngirn-
inni, er hann vill ekki hirða um að muna Ragnheiði og
föður hennar fjárframlög þeirra til kirkjunnar. Hrein-
skilninni misbýður hann einnig með því að fagna sögu-
manni fyrst sem kunningja sínum, en rægja hann síðan.
Að lokum skilur skáldið við hann sem leiksopp almenn-
ingsálits og fégræðgi:
1) Vagn & vegi, Andvökur II, 41. bls.
2) Sbr. Um jafnrétti, Bréf og ritgerðir IV, 264.—266. bls.