Studia Islandica - 01.06.1961, Side 173
171
Eins og jafnan hjá Stephani er málið kjarngott og
þróttmikið. Hann notar fásén orð, býr jafnvel til nýyrði
og fer með hvort tveggja af mikilli íþrótt. Sem dæmi skulu
nefnd orð eins og ,,þverrimáni“, „korkumáni", „brak-
ún“, „lágþrá“, „fokudólgur“ og sagnirnar að „þjarka“ og
,,kilja“. Fleiri mætti telja, en þessi ættu að nægja sem
sýnishorn. Við fyrstu sýn kunna þessi og þvílík orð að
verka ókunnuglega á lesandann, en við nánari lestur virð-
ast þau flest ómissandi af sínum stað, svo vel eru þau
við hæfi.
Líkt og orðavalið er stíllinn stundum lítt alþýðlegur,
jafnvel tyrfinn og torskilinn við fyrsta lestur, en við betri
kynni koma kostir hans skýrar í Ijós. Og alltaf er hann
stórbrotinn og traustur, aldrei lágkúrulegur eða væminn.
Helzt skýzt Stephani í málfræðiþekkingu. Fyrir koma
röng föll orða, t. d. í þessum vísuparti:
Sníkjum þjóðum fremri frá
frægum. ræðusniðum,1 2
þar sem sögnin að sníkja á að taka með sér þolfall, en
ekki þágufall eins og hér er. Enn fremur notar hann í
ljóðlínunni „Engu dugum, dægurfluga verum,“2 orðið
dægurfluga í eintölu, þótt það ætti að vera þar í fleir-
tölu, þar sem um fleiri en einn er að ræða. Slíkar villur
eru þó fátíðar.
Áður en horfið er að því að telja upp bragarhætti
kvæðisins, skal rætt nokkuð um eina visu þess sérstak-
lega. Er það fyrir þá sök, að ég hef ekki getað skilið hana
eða fengið hana skýrða, þannig að öruggt megi telja, að
hún sé rétt ráðin. Hef ég þó leitað til mér fróðari manna
um skýringu hennar. Vísan er svohljóðandi:
Kölski:
Ljóðum á þá lund að dá þá lengst, sem smá þá.
1) Andvökur III, 89. bls.
2) Sama, 91. bls.