Studia Islandica - 01.06.1961, Page 42
40
í synd getur svipt hinn trúaða þeirri sálarró, sem jafnvel
atheistinn fær öðlazt:
Og sálarró guðsmannsins ókyrrist oft,
hann ásækir grunsemi blind:
að dauðinn og forsjónin felist að sér
í fanginu á einhverri synd.
— Við hversdagsstörf uni ég áhyggjulaus,
mér óhult það sýnist og létt,
og kem svo til dyranna, dauði, til þín
í daglegu fötunum rétt.1
1 dæmisögunni um Gráskegg hafði Stephan tveim ár-
um áður komizt að hinni sömu niðurstöðu. Farsældar-
innar er að leita ,,í þreki, er veit neitt í lífi og dauða sitt
ofurefli, og skapi, er á sér verklaun í eigin starfi.“ 2
Réttmæti þessarar skoðunar sannaði Stephan með öllu
lífi sínu og þroskasögu. Hann bjó yfir frábæru andlegu
þreki og jafnvægi, sem hann hafði öðlazt án trúar á end-
urlausn og annað líf.
f þessu verki má einnig finna eindregna andúð Steph-
ans á trúrækni og bænagerð. Það er varla nein tilviljun,
að frinn, sem „baðst fyrir auðmjúkt og hátt,“3 er frá
hans hendi lítilsigldasta persóna frásögunnar. Á hinn
bóginn talar hann um „veglynda vantrú“.4
í kvæðinu um Ragnheiði litlu er þyngsti áfellisdómur-
inn yfir kirkjunni kveðinn upp. Þar er fjallað um þátt
hennar í uppeldi æskunnar og hina andlegu leiðsögn.
Þessu ábyrgðarfulla hlutverki hefur kirkjan sjálf kjörið
sig til að gegna. Til slíks starfs gerði Stephan miklar
kröfur, og koma þær einnig fram í afstöðu hans til skól-
anna.5 Hér skiptir uppeldisaðferðin meginmáli. Kirkjan
elur Ragnheiði upp til fermingar. í sunnudagaskólanum
1) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 17.—18. bls.
2) Bréf og ritgerOir IV, 50. bls.
3) Utan úr óbyggðum, Andvökur II, 24. bls.
4) Dagdómar, Andvökur II, 50. bls.
5) Sjá t. d. Barnaskölann, Andvökur I, 47. bls.