Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 103
101
en dveljast þar aðeins tvö ár, því að 1862 setjast þau
aftur að í Víðimýrarsókn, í það sinn í Víðimýrarseli.1
Áttu þau þar heima átta ár, eða þar til þau brugðu búi
árið 1870 og fluttust burt úr Skagafirði. Þau réðust þá í
vinnumennsku að Mýri í Bárðardal til Helgu, hálfsystur
Guðmundar, og manns hennar, Kristjáns Ingjaldssonar,
bónda þar. Stephan skildist þá við foreldra sína í bili og
fór sem ,,léttadrengur“ (svo i manntali) að Mjóadal,
fremsta bæ í Bárðardal, en þar bjó þá önnur föðursystir
hans, Sigurbjörg Stefánsdóttir, og maður hennar, Jón
bóndi Jónsson. 1 Mjóadal átti Stephan heima þrjú ár, eða
þar til hann fór alfarinn til Vesturheims ásamt foreldr-
um sínum og fleiri skyldmennum sumarið 1873.
Býlin fjögur, sem Stephan átti heima á, meðan hann
dvaldist á Islandi, eru nú öll löngu komin í eyði, enda
vafalaust allt harðbýlisjarðir. Hinir tíðu flutningar for-
eldra hans af einu kotinu á annað bera vitni mikilli fá-
tækt og örðugri lífsbaráttu. Að lokum gefa þau sjálf-
stæðan búrekstur upp á bátinn og gerast vinnuhjú ann-
arra. Hin slæma afkoma hefur þó ekki verið að kenna
leti eða ómennsku, heldur erfiðum lífsskilyrðum. Sjálfur
lýsir Stephan föður sínum svo: „Hann var alvörumaður
og stórlyndur, ötull og ósérhlífinn, dyggur og ráðvandur,
sleit sér út fyrir aðra og fyrir örlög fram. Bjargaði sér
og sínum aðeins með erfiði sínu.“2 Mun það sannmæli.
Foreldrar Stephans hafa bæði verið vel gefin og bók-
hneigð og reynt af fremsta megni að lifa „ofurlitlu and-
legu lífi“, eins og Stephan segir síðar um sjálfan sig,3 enda
fá þau þann vitnisburð í sóknarmannatali Glaumbæjar-
1) Stephan segir sjálfur í Drögum til ævisögu (Andvari 1947 og Bréf
og ritgerðir, IV. bindi), að hann hafi verið á áttunda ári, er hann fluttist
að Syðri-Mælifellsá, en pað hlýtur að vera misminni, þar sem kirkjubók-
um Glaumbæjar- og Mælifellsprestakalla ber hér alveg saman. Sömuleiðis
er pað misminni Stephans, að hann hafi verið fimmtán ára gamall, er
hann fluttist að Mjóadal í Bárðardal, þvi að þangað fer hann ekki fyrr en
vorið 1870, þá á sautjánda ári.
2) Bréf og ritgerðir IV, 83. bls.
3) Sjá Bréf og ritgerðir I, 297. bls.