Studia Islandica - 01.06.1961, Side 152
150
ir sömu sök seldur og Kölski á altarishorni Sæmundar
klerks, að vita allt sannara og réttara, en verða að hlýða
þegjandi á rangfærslurnar. Til þess að lýsa þessari þitru
reynslu velur hann sér þjóðsöguna að yrkisefni. Þetta
kvæði er ári eldra en Kolþeinslag, ort árið 1912.
Stephan hefur sjálfur í kaflanum, sem tilfærður var hér
á undan, gert grein fyrir því, hvert erindi Kölski átti við
Kolbein. Skal það því ekki endurtekið hér. 1 þjóðsög-
unni áttust þeir aðeins við um sál Kolbeins sjálfs, en í
kvæðinu eru það örlög íslenzku þjóðarinnar í heild, sem
um er teflt. Er það óneitanlega miklu stórbrotnara við-
fangsefni og skáldlegra. Sýnir þessi breyting glöggt, hve
yrkisefnið vex í meðförum Stephans, þegar honum tekst
vel upp. Af næmum skilningi sínum og staðgóðri þekk-
ingu á þjóðareðlinu, málinu og skáldskapnum, finnur
Stephan, að vísasti vegurinn til þess að tortíma íslenzku
þjóðinni, og raunar öllum þjóðum, er að spilla málfarinu,
tungunni. Glati einhver þjóð máli sínu, missir hún um
leið bókmenntaarfleifð sína, týnir hluta af sjálfri sér.
Þegar svo er komið, er skammt eftir til algerrar glöt-
unar, til mál- og hugsunarleysis, til skrílmennsku.
Þetta er það hlutskipti, sem Kölski vill búa íslenzku
þjóðinni, en þröskuldar eru á veginum, þar sem alþýðu-
skáldin eru. Á meðan þeirra nýtur við, svo lengi sem
kvæði þeirra berast manna á meðal og lifa á vörum fólks-
ins, er málinu ekki hætta búin af utanaðkomandi áhrif-
um, og sú þjóð, sem enn kann að meta kvæði og sögur,
er ekki gengin skrílmennsku á vald. Kölski veit, að fái
hann ekki rutt alþýðuskáldunum úr vegi, er erfiði hans
unnið fyrir gýg. Þess vegna snýr hann sér að Kolbeini,
sem er einn helzti fulltrúi þeirra.
Víðar í kvæðum Stephans kemur fram sú skoðun hans,
að skáldin hafi haldið lífinu í þjóðinni með kveðskap sín-
um á þeim öldum, er ófrelsi og áþján voru mest. 1 kvæð-
inu Skjálfhendunni segir hann t. d., eftir að hafa sagt sög-
una af Veila, er varð skipreika á skeri og hélt lífinu í