Studia Islandica - 01.06.1961, Side 128
126
geyma, er sleppt að segja frá Galdra-Brandi einum og
sömuleiðis, að þar er sleppt kvæðunum, nema viðlögunum.
Hins vegar eru einstakir þættir frásagnarinnar í Lþs.
1128 4t0 og J.S. 302 4t0 svo miklu fyllri að efni, að ein-
sýnt virðist, að þar sé um aukningu og endurþætur frá
Lögþergsgerðinni að ræða. Gísli hefur vart farið að draga
undan nein efnisatriði, sem hann hefur þekkt, er hann
skráði þá gerð frásagnarinnar, sem handrit O. Stephen-
sens hefur að geyma. Það líkist honum ekki.
1 öðru lagi má sjá það af þeim fjórum köflum, sem að
mestu eru samhljóða í Lögbergsþættinum og handritun-
um tveimur í Landsbókasafni — þ. e. köflunum um kvon-
föng Kolbeins, sendingu drauganna fimm, viðureign
Kölska og Kolbeins og Mávahlíðardrauginn — að um
greinilegar leiðréttingar og samfellda þróun frásagnar-
innar er að ræða frá Lögbergsþættinum til hinna tveggja.
Einna Ijósust er þessi þróun í frásögninni af kvonföng-
um Kolbeins, og þar má rekja hana allt aftur til Lbs. 1124
4to. 1 því handriti segir Gísli, að líklegt sé, að Katrín,
ekkja Sigurðar skólameistara Jónssonar, hafi verið ann-
aðhvort fyrri eða síðari kona Kolbeins. 1 öðrum þætti
síðar í sama handriti, þar sem sagt er frá Sigurði skóla-
meistara, segir, að árið 1611 hafi Katrín ekkja hans
gengið að eiga Kolbein í Lóni, líklega Grímsson skáld.1
1 Lögbergsþættinum stendur, að Katrín hafi gifzt Kol-
beini Grímssyni árið 1611, en ekki sé vitað fyrir víst,
hvort hún hafi verið fyrri kona hans eða síðari, þótt lík-
legra sé, að hún hafi verið fyrri kona hans. 1 Lbs. 1128
4to segir síðan, að svo sé að sjá, sem þau Katrín og Kol-
beinn hafi gifzt í Skálholti árið 1611 og hún hafi verið
fyrri kona hans. Þar er einnig sagt, að Kolbeinn hafi átt
son, að nafni Guðmund, en ekki nefnt, með hvorri kon-
unni það hafi verið. 1 J.S. 302 4to er Guðmundur hins
vegar talinn sonur þeirra Kolbeins og Katrínar. Hér fikr-
1) Sjá Lbs. 1124 4to, síðu 895.