Studia Islandica - 01.06.1961, Side 141
139
hann er, það væri ósamboðið skáldheiðri hans. Hann
fer, þótt hann finni á sér, að við Kölska er að eiga
og sál hans sjálfs í veði. Lýkur svo öðrum þætti kvæð-
isins.
Þriðji þáttur, Úti í Draugaskeri, er þrjár rímur. 1
upphafi fyrstu rímu segir frá för Kolbeins til mótsins.
Á meðan hann knýr bátinn árum fram á miðin, lætur
hann hugann fljúga frjálst og óþvingað til fyrri tíma og
atburða, og þeir verða honum að Ijóði. Hann bindur sög-
urnar í rím og stuðla við áratogin og öldugjálfrið við
stokkana. Fyrr en varir er hann kominn út í skerið. Það
skýtur kryppunni upp úr sjónum, myrkt og draugalegt,
og bindur skjótan endi á Ijóðadrauminn. Kolbeinn stígur
upp í skerið, en Gamli er ekki kominn til fundarins. Hann
er einn á eyðikletti í auðn og myrkri. Skyndilega skýtur
ófrýnni mynd Kölska upp við hlið honum, eins og hún
spretti upp úr klettinum, og í eyra hans er kveðinn fyrsti
vísuhelmingurinn. Ljóðasennan er hafin.
Síðari hluti þessarar rímu er samkveðlingar þeirra Kol-
beins og Kölska, þar sem Kölski kveður upphafið, en
Kolbeinn botnar. Hverri ófarnaðarbæn Kölska snýr hann
til betra vegar og þrýtur aldrei að botna. 1 næstu rímu
er skipt um hlutverk með þeim, og þá fyrst finnur Kol-
beinn, hvar flærðin var falin í samningunum. Hver úr-
bót hans hlýtur álagasvar, og hann sér, að fái hann ekki
kveðið þann fyrra hluta, sem Kölski geti ekki botnað,
muni höfðinginn eiga síðasta orðið í viðureign þeirra, og
þá er glötunin vís. Hans fangaráð verður því að búa til
nýjan bragarhátt, því að hann veit, að hin veika hlið
Kölska, sem er persónugervingur ófrelsis og afturhalds,
er óleikni í öllum nýjum háttum, er til framvindu mega
horfa.
1 síðustu rímu þessa þáttar er niðurlag kvæðasennunn-
ar. Kolbeinn varpar fram vísuparti undir nýjum bragar-
hætti, Kolbeinslagi. Kölska fatast að botna, segir, að þessi
háttur sé ekki til og Kolbeinn sé kominn í kvæðaþröng.