Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 70
68
1 báðum kvæðunum er f jallað á áþekkan hátt um mik-
ilvægi einkennisklæða. Þorsteinn segir svo:
Svo lagði’ hann þar af sér sinn kónglega kjól,
og kvenfólkið sá inn um gat,
að öðlíng var horfinn, en eftir á stól
þar óbreyttur Jörundur sat.
Ég hæði ekki, drottinn, þitt veglega verk,
en vel gat það orðið til meins,
að valdsmann og böðul, og kotung og klerk
og kónginn þú skapaðir eins:
því ef að úr buxunum fógetinn fer
og frakkanum svolitla stund,
þá má ekki greina, hver maðurinn er. —
Ó, mikið er skraddarans pund.1
Þegar Stephan hefur lýst prestinum, gerir hann svo-
fellda játningu:
Ég hefði ekki klerkinn frá kaupmanni þekkt,
ef ,,kjóllinn“ ei leiðbeindi mér.2
Hér skal ekki farið út í frekari samanburð. Það, sem
hér hefur verið tilfært, bendir ótvírætt til rittengsla, sem
eru merkileg, þegar þess er gætt, hve sjálfstæður höf-
undur Stephan var.
1 Drögum að ævisögu ræðir Stephan um bóklestur
sinn og segir m. a.: „Helzt hef ég slægzt til að skilja stefn-
ur, einkanlega minnar tíðar. Allt hefur það sjálfsagt haft
einhver áhrif.“3 Um svipað leyti og hann var að yrkja
Á ferð og flugi kallar hann sig hálfvolgan realista. Hann
hafnaði aðferð natúralistanna ,,að taka nákvæma ljós-
mynd af öllu, sem sézt getur og borið við í sögu. Lífið,
eins og það líður, er ekki skáldlegt, herra trúr.“4 Hér
kemur, sem vænta mátti, glöggt fram sú stefna, sem
1) Þyrnar, Khöfn 1897, 119.—120. bls.
2) Vagn á vegi, Andvökur II, 40. bls.
3) Bréf og ritgerðir IV, 88. bls.
4) Bréf og ritgerðir I, 72.—73. bls.