Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 140
138
ekki sé allt einleikið um för þessa komumanns, ef til vill
sé þetta sjálfur höfðinginn á ferð, en það getur þó eins
verið einhver utansveitarmaður, þess erindis að biðja
hann að kveða erfiljóð.
Kolbeinn hýsir fénað sinn og býður gestinum inn. En
hann hefur ekki upp á mikið að bjóða annað en baðstofu-
ylinn, því að þröngt er í búi. Þungt er að koma heim úr
aflaferð, tómhentur, en með gest, sem þarf að veita beina,
þegar fjölskyldan biður þess hálfsoltin, að heimilisfaðir-
inn komi færandi hendi. Húsfreyju fellur að vonum þungt
fjárskaðinn og álasar bónda sínum fyrir vangá við fjár-
gæzluna. Jafnframt harmar hún það sjálfskaparvíti að
hafa tekið Kolbeini fremur en f jármanninum, er forðum
daga vildi fá hennar, sér séu makleg gjöld þeirrar glópsku.
Hana skortir þó ekki örlæti það og gestrisni, er jafnan
hefur einkennt íslenzkt sveitafólk, þótt við fátækt búi.
Hún ber bónda sínum og gesti síðasta fiskinn úr búrinu
og aleiguna af mjólk. Gesturinn ræðst gírugur að fæðunni,
ósigndur og án allrar hæversku, tínir í sig allt hið bezta
og er fljótur að gera því skil, er fram var reitt. Síðan ber
hann upp erindið, skorar á Kolbein að kveðast á við sig
úti í Draugaskeri, og skal sá, er bíður lægra hlut, á glæ
fara. Kolbeinn svarar skjótt og skorast eigi undan, seg-
ist munu koma til mótsins að dagsverki loknu og ákveður
þann tíma, er sennunni skuli lokið. Gamli kveðst vilja
unna Kolbeini þess að botna vísurnar fyrra hluta nætur,
sjálfur skuli hann botna síðara helming næturinnar.
Semja þeir svo með sér um kvæðastefnuna, og skorar
Gamli á Kolbein að svíkjast ekki af hólminum, en Kol-
beinn kveður það ekki vana sinn. Að svo mæltu hverfur
Gamli á braut, án þess Kolbeinn sé þess fullvís, við hvern
hann á að þreyta leik. Kona Kolbeins letur hann að fara
slíka ónytjuferð, en hann segir, að frá Draugaskeri sé
hálfróið á miðin, en þangað býður skyldan honum að
sækja björg handa f jölskyldu sinni. Auk þess getur hann
ekki skorazt undan að kveðast á við gestinn, hver sem