Studia Islandica - 01.06.1961, Side 133
131
gerður stuttur efnisútdráttur þessara sagna, hverrar fyr-
ir sig, svo og kvæðisins, og síðan samanburður á fyrir-
myndunum og kvæðinu, til þess að ljóst megi verða, hvað
Stephan hefur sótt til annarra, er hann orti kvæðið, og
hvernig hann hefur notað það efni og breytt í með-
förunum.
1 upphafi Kolbeinslags notar Stephan þjóðsöguna
Kölski kvongast. Verður því fyrst rakið efni hennar. Sú
saga virðist sunnlenzk að uppruna. 1 íslenzkum þjóð-
sögum og ævintýrum er hún prentuð eftir handriti sr.
Skúla Gíslasonar á Stóra-Núpi, er margar merkar þjóð-
sögur hefur skráð. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi
hefur einnig skráð söguna. Er hún dálítið öðruvísi í bún-
ingi hans. Sú gerð sögunnar var fyrst prentuð í „Tillagi
til alþýðlegra fornfræða", Reykjavík 1953.1 Efni sögunn-
ar, eins og hún er í Islenzkum þjóðsögum og ævintýrum,
er á þessa leið:
Einu sinni voru tvær vel efnaðar mæðgur. Hin yngri
var kvenkostur góður. Urðu því margir til þess að biðja
hennar. Var hald manna, að hún ætlaði að lifa einlífi og
þjóna guði, því að hún var guðhrædd mjög. Þetta hugn-
aði Kölska allilla. Vildi hann ná stúlkunni á sitt vald.
Brá hann sér því í líki ungs manns og leitaði ráðahags
við hana. Kom hann svo máli sínu, að stúlkan var föstn-
uð honum, og voru þau gefin saman. Er Kölski skyldi
ganga í hvílu til konunnar, þoldi hann eigi nærri henni
að koma sökum hreinleika hennar. Brá hann þá á það ráð,
að hann lét gera sér kerlaug og hírðist þar í um nóttina.
Daginn eftir gekk hann út að hugsa ráð sitt. Mætti hann
þá manni á förnum vegi og keypti af honum, að hann ætti
konuna í sinn stað gegn því, að Kölski fengi elzta barn
þeirra, er það yrði sjö vetra. Skyldi það skilið eftir þar,
sem þeir nú stóðu. Síðan brá Kölski gervi því, er hann
1) Til er enn ein gerð sögunnar. varðveitt í handritasafni Bókmennta-
félagsins (l.B. 162 8vo), sbr. Einar Ól. Sveinsson: Verzeichnis islandischer
Márchenvarianten, 114.—115. bls.