Studia Islandica - 01.06.1961, Page 164
162
um mundi hann lifa, þótt hann dæi. Hann vissi, að hann
hafði ekki lifað til einskis. Þess vegna segist hann í síð-
ustu vísu kvæðisins Kvelds geta
-----hugarrór stigið í hvíluna þá
að hinztu, sem við ég ei skil:
Svo viss, að í heiminum vari þó enn
hver von mín með ljós sitt og yl,
það lifi, sem bezt var í sálu mín sjálfs —
að sólskinið verður þó til!1
I síðara hluta ljóðasennunnar er skipt hlutverkum með
þeim Kolbeini og Kölska. Nú er það Kolbeinn, sem kveð-
ur fyrra hluta vísnanna, en Kölski, sem botnar. 1 sínum
ljóðlínum hvetur Kolbeinn íslenzku þjóðina til dáða, bend-
ir henni á ágæti hins íslenzka vors, segir henni að sækja
sér til annarra þjóða góðar fyrirmyndir, læra af fordæmi
þeirra, býður henni að láta aldrei kúga af sér ættjörðina
og rétta sinn hag í viðskiptunum við aðra. Enn eru lands-
ins verndarvættir reiðubúnar að verja landið, ef á þarf
að halda, segir hann. Þá má hlutur þjóðarinnar sjálfrar
ekki eftir liggja, þess vegna kveður hann þessa lögeggj-
an til hennar:
Hönd og vilji hefjast skal í hverjum ranni.2
Og hann skírskotar til æskunnar, sem upp er að vaxa, og
setur allt traust sitt á hana.
Allar eru óskir Kolbeins góðar og heillavænlegar, en:
Hver úrbótin Kolbeins hlaut álagasvar —
senn útrunnin nótt fyrir honum.
Hann sá nú, hvar flærðin í fyrstu var
og falin í samningonum.3
1) Andvökur I, 213. bls.
2) Andvökur III, 95. bls.
3) Sama, 95. bls.