Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 58
56
um, hvar hann er staddur, hvort um hann leikur svalur
andblær útilofts eða drungi lestarklefans sækir að. 1 bak-
sýn alls, sem. gerist, má greina skapnað landsins, jafnvel
heyra veðurhljóðið. En um leið og náttúrulýsingamar
sviðsetja ljóðsöguna, hefja þær hana í æðra veldi listar
og fegurðar. Þær eru skáldinu takmark út af fyrir sig,
ekki táknrænar, eins og oft endranær, heldur einungis
myndrænar. Hér er Stephan hvorki stirfinn, myrkur né
torskilinn; lýsingarnar fljúga í fang lesandans. Hversu
áfátt sem gagnrýnendum var í skilningi sínum á kvæðinu
og hversu sundurleitir sem dómarnir voru um ýmis atriði,
sameinast þeir flestir í aðdáun sinni á hinum dverghögu
náttúrumyndum, enda er þar að finna fegurstu þræði
hins fjölþætta ívafs þessa verks. Mun og óhætt að skipa
þeim sess meðal hins bezta sinnar tegundar í ljóðum
skáldsins.
Undir þetta heiðurssæti renna margar stoðir. Þegar
Stephan orti kvæðið, hafði hann dvalizt vestra í réttan
aldarfjórðung og kynnzt náttúrufari fósturlandsins til
hlítar. Hann hafði þá kveðið mikinn hluta náttúrukvæða
sinna og náð fullum þroska sem náttúruskáld. Án efa lét
honum vel að yrkja jöfnum höndum um mannlífið og
náttúruna eins og hér, enda var þetta tvennt ein heild
samkvæmt lífsskoðun hans. Til að lýsa náttúrunni sækir
hann líkingar til mannlífsins, og í persónulýsingar notar
hann aftur náttúrumyndir, sbr. t. d. mynd Ragnheiðar.
Þá hefur ljóðsöguformið sett lýsingunum heppileg tak-
mörk og bægt þeirri freistingu frá skáldinu að verða lang-
orður um of. Þær eru því framar venju stuttar, meitlað-
ar, sniðnar eftir kröfum ferðasögunnar. Loks ber þess
að minnast, að Stephan var útiverumaður, náttúruskynj-
un hans frábærlega næm og hæfni hans til myndrænna
lýsinga af þessu tagi óvenjumikil. Lesandinn finnur hér
allfjölbreytt myndasafn frá Vestur-Kanada. Sumar eru
yfirlitsmyndir, t. d. hin stóra svipmynd gresjunnar í
fyrsta kafla, sem er sjálfstætt listaverk, auk þess sem