Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 148
146
bölbæn til handa íslenzku þjóðinni. Meðan Kolbeinn átti
ráð botnsins, gat hann snúið öllu til betra vegar, en nú á
hann þess ekki lengur kost. Og fái hann ekki komið
Kölska í ljóðaþrot, áður en viðureign þeirra lýkur, munu
bölbænir hans verða að áhrínsorðum. Hér varð að grípa
til örþrifaráða. I þjóðsögunni er Kolbeinn látinn beita
rímþraut, er Kölski fékk ekki ráðið við. Um það segir
Stephan í skýringunum: „ ... Eins og Kolbeinn var látinn
sigra, á hálfvitlausu rímorði, var alveg ótækt. En hann
hafði fundið upp nýjan rímnahátt, segir sagan: Kolbeins-
lag (eins og ég kalla þetta kvæði), og á því læt ég hann
vinna, því vísan: Ef er gálaust af að má o. s. frv. er kveð-
in undir „Kolbeinslagi“.“1 Engum, sem lesið hefur kvæð-
ið og þjóðsögumar, getur blandazt hugur um, hve lýsing
Stephans á kvæðasennu þeirra Kölska, tilgangi hennar
og lokum, er stórum skáldlegri en þjóðsagnanna. Honum
hefur tekizt að hef ja söguna upp í æðra veldi, gefa hvers-
dagslegri sögu listrænan og fagran búning.
1 lokakafla kvæðisins byggir Stephan á sögn Gísla Kon-
ráðssonar um legstað Kolbeins, eins og áður var getið.
Er það eina atriðið úr sögnum Gísla, sem séð verður, að
Stephan hafi notfært sér. Hann breytir þó sögninni til
samræmis við það, sem á undan er komið í kvæðinu,
hugsar sér leiði Kolbeins ekki í Fróðárkirkjugarði, held-
ur á bakka árinnar, sem brýtur ræktarland býlis hans,
er að eyðileggja árangur starfs hans. Þetta býli er ekki
þekktur bær, svo sem Lón, Brimilsvellir eða Fróðá, held-
ur ókennd eyðijörð, Kolbeinsstaðir. Að lokum varpar
Stephan fram þeirri spurningu, hvort Kolbeini muni tak-
ast, jafnt dauðum sem lifandi, að hamla eyðingu lands
síns, ekki aðeins jarðar sinnar eða sveitar, heldur Islands
alls, eins og forðum, þegar hann kvaðst á við Kölska.
Þeirri spurningu verður framtíðin að svara, en Stephan
er vongóður um, að svo muni verða. I trú á framtíð lands
og þjóðar endar hann kvæði sitt.
1) Bréf og ritgerðir I, 342.—343. bls.