Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 138
136
inn, þreyttist konan seint á að núa honum því um nasir,
er miður fór í heimilishaldinu. Loks varð hann svo leið-
ur á sambúðinni, að hann hljóp burt frá konunni heim á
föðurleifð sína. Aðskilnaðurinn varð þó ekki langur, því
að konan fluttist fljótlega heim til hans. Og nú var sam-
búðin öll önnur og til fyrirmyndar. Að vísu hafði skap-
ferli konunnar lítt breytzt, en kjörin voru betri en áður.
Hún var orðin stórrík kona, og amlóðinn bóndi hennar
átti hér alla myrkranna makt, svo að ekki var lengur
yfir neinu að kvarta.
Eftir þennan inngang kemur samtal þeirra hjónakom-
anna. Frúin er að koma frá messu og kvartar við bónda
sinn yfir kulda í kirkjunni. Einnig skilar hún til hans
heimboði frá páfanum á staðnum. En höfðinginn hefur
því miður öðrum hnöppum að hneppa en að sinna svo
góðu boði og biður því frúna að afsaka fjarveru sína.
Síðan gerir hann grein fyrir verki því, sem hann þarf
að vinna. Hans starf er að skrílmenna þjóðirnar. örugg-
asta leiðin til þess er að spilla tungu þeirra. Til þess að
vinna bug á íslenzkunni hefur danskan reynzt einna
drýgst. En einn alvarlegur þrándur er í þeirri götu, er til
algerrar útrýmingar hennar liggur. Það eru alþýðuskáld-
in. Eitt þeirra er Kolbeinn. Þótt ekki sé að vísu mikill
slægur í honum, þykir höfðingjanum tryggast að ryðja
honum úr vegi. Og hann veit um snöggan blett á Kol-
beini, sem hann hyggst beina lagi sínu að. Hann ætlar
að heimsækja hann og skora á hann að kveðast á við
sig, því að hann veit, að Kolbeinn muni ekki geta staðizt
freistingu skáldskaparins. En auðvitað verður hann að
leggja sjálfan sig undir. Þessu biður hann frúna að skila
til páfans, samverkamanns síns. Að svo mæltu hverfur
hann á brott, en frúin horfir á eftir honum og lofar hlut-
skipti sitt að vera gift slíkum manni. Hann má vera ill-
ræmdur óþokki, ef hann aðeins er henni góður. Múgur-
inn, er verður á vegi höfðingjans, lýtur honum í lotn-