Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 50
48
í þá atburðarás, sem er kjarni frásögunnar. Atburðirnir
sjálfir lýsa honum ekki, heldur hann þeim, en sjálfum
sér lýsir hann með afstöðunni, sem hann tekur til þeirra,
og þeim skoðunum, er hann lætur í Ijós. Allt leggur þetta
nokkurn skerf til þekkingar okkar á Stephani. Kvæðið
hefur því auk skáldskapargildis síns allmikið heimildar-
gildi, ekki aðeins varðandi skáldið sjálft, heldur einnig
samtíð hans: það líf og aldarfar, er það speglar.
I kvæðum sínum fékkst Stephan alloft við mannlýsing-
ar, enda þótt segja megi, að ljóðformið sé ekki forma
þjálast til slíks. Betur lét honum að lýsa manngerðum en
einstaklingum. Eru flestar beztu mannlýsingar hans
bundnar ákveðnum manngerðum, sem hann hafði að ein-
hverju leyti mætur á. Hann kvaðst t. d. ekki yrkja erfi-
ljóð nema eitthvað varðandi hinn látna hefði gripið sig
svo, að hann hefði „kvæðalyst á því".1 Þrenns konar
manngerðum gerði hann bezt skil.2 1 fyrsta lagi lýsti
hann hinni sterku og heilsteyptu manngerð, þeim mönn-
um, sem miklir eru af sjálfum sér, þrátt fyrir örðuga
aðstöðu í lífinu. Góð dæmi þessa eru kvæðin Greniskóg-
urinn, Fjallið Einbúi og Helga-erfi.
1 annan stað yrkir hann um brautryðjendur og fram-
sýna umbótamenn, sem greiddu óbornum veg til fram-
fara og farsældar. Um slíka menn fjalla t. d. kvæðin
Bræðrabýti og Grímur frá Hrafnistu.
1 þriðja lagi velur hann að yrkisefni fólk, sem bindur
ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Stund-
um eru þetta sérstæðir hæfileikamenn (sbr. Jón hrak og
Æskuminning), en einnig hversdagsfólk. Þetta yrkisefni
virðist hafa sótt fast á Stephan árið 1898, er hann kvað
Á ferð og flugi, því að merkustu kvæði hans önnur frá
því ári eru Jón hrak og Patrekur frændi. Patrekur og
Ragnheiður eru söguhetjur svipaðs eðlis. Hann er írskur,
kaþólskur bóndi, sem setzt hefur að í Ameríku. Að eðlis-
1) Sbr. Bréf og ritgerðir II, 111. bls.
2) Sbr. S. J. Þ.: St. G. St., aldarminning, Skirnir 1953, 28. bls.