Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 115
113
um efni Sveins rímna, að Kolbeinn muni hafa haft sög-
una fyrir sér ritaða, er hann kvað rímumar, en ekki far-
ið eftir minni sínu einu saman.1
Auk Sveins rímna eru varðveittar af rímum Kolbeins
Grettisrímur, kveðnar út af Grettlu, eins og nafnið bendir
til. Þá er sagt hann hafi kveðið rímur út af Njálu, sem nú
eru glataðar.2 Loks eru honum eignaðar í handritum rím-
ur af Tíodel riddara.
Af einstökum kvæðum Kolbeins veraldlegs efnis mun
Víðförull hafa verið einna þekktast. Efni þess er land-
fræðilegt og vafalaust sótt í einhverja erlenda bók. Þá
má nefna kvæði eitt, þar sem hann líkir ævi sinni við
sjóferð, eins og síðar verður vikið að. Loks er að telja
kvæðið Skilnaðarskrá, en þar segir hann sundur með sér
og Kölska. Er það eitt af þeim fáu kvæðum, þar sem
hann minnist á skipti sín við myrkrahöfðingjann, en fyrir
þau hefur hann frægastur orðið með alþýðu manna. Ýmis
fleiri kvæði mætti hér telja, en þetta verður að nægja.
Eins og sjá má af upptalningu þeirri, sem nú hefur
verið gerð á helztu verkum Kolbeins, hafa aðeins tvö
þeirra verið gefin út og prentuð, Vikusálmarnir og Sveins
rímur Múkssonar. Auk þeirra hafa þó fimm kvæða hans
verið ljósprentuð í handriti og gefin út. Eru það Dýrðar-
diktur, Píslarminning, Víðförull, Dæmaþáttur og Skiln-
aðarskrá, sem öll eru í Kvæðabók úr Vigur, AM 148 8vo,
er kom út ljósprentuð í Kaupmannahöfn árið 1955. En
þrátt fyrir það má þó segja, að Sveins rímur séu hið
eina af verkum Kolbeins, sem alþýða manna á nú að-
gang að í auðlæsilegum búningi. Er því sízt að undra,
þótt skáldskapur Kolbeins sé nú orðinn lítt kunnur al-
menningi og frægð hans mest af munnmælum og þjóðsög-
um. Enn liggur mikill hluti kveðskapar hans algerlega
óprentaður og órannsakaður í handritum, bæði hér heima
og erlendis, í Landsbókasafni, Árnasafni og jafnvel víð-
1) Sjá Sveins rímur Múkssonar, formála, XXX. bls. og áfram.
2) Sjá sömu rimur, formála, XXIII. bls.
8