Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 78
76
Ég hrökk við, um gluggann ég henti mér út
— en hvernig? Það aldrei ég veit.1
Sökum þessarar ósamkvæmni getur svo farið, að ekki
verði úr því skorið, hvaða orð bera stuðla:
En margur úr hóp okkar, hvað sem til kom,
þar hvíldi um nóttina sig.2
Meðferð bragliða er einnig nærri örugg. Á einum stað
stendur þó tvíliður í stað þríliðar:
Já, kirkjan kveðst ein kunna aðferð og tök
á endurfæðing hvers manns.3
Á fáeinum stöðum má finna tvíkvæðan forlið, en slíkt
má naumast kalla braglýti. Meira máli skiptir, að rangar
áherzlur spilla stundum kveðandi:
Því þau höfðu sloppið hjá slysinu vel
óslösuð, en orðið þó bilt.4
Hér verður að svipta forskeytið áherzlunni, svo að
höfuðstafur verði í áherzluatkvæði, og er þetta vissulega
til nokkurra lýta. En slíkir agnúar, sem hér hefur verið
bent á, eru þó fátíðir, og í heild er kveðandin lipur og létt.
Á sama hátt má finna lítils háttar málgalla, svo sem
vafasamar beygingarmyndir og röng föll, en flest af því
tagi er óverulegt, svo að ég sleppi dæmum. Mál Stephans
er hér sem víðar auðugt og kostadrjúgt. Frásögnin er
öll mikils háttar, svo að kvæðið verður hvergi flatneskju-
legt, þrátt fyrir lengd sína. Hina episku hluta kvæðisins
kveður Stephan á fremur látlausu máli, þótt ætíð sé það
þróttmikið. En í lýsingum sínum er hann glitmálli, og ber
þá meira á notkun fágætra orða og nýyrða. Gömul og
sjaldnotuð eru t. d. lýsingarorðin staðþreyttur og öríst
1) Stírur í augum, Andvökur II, 42. bls.
2) Dagdómar, Andvökur II, 45. bls.
3) Ragnheiður litla, Andvökur II, 21. bls.
4) Dagdómar, Andvökur II, 45. bls.