Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 168
166
mansöngsefni, ástavísum, eins og títt var hjá rímnaskáld-
um, enda orti Stephan fátt slíkra ljóða.
1 fyrsta mansöngnum er lesandinn boðinn velkominn
til höfðingjans. 1 mansöng annarrar rímu, sem segir frá
Kolbeini, ræðir Stephan um kjör þeirra manna, sem ryðja
menningunni braut, þoka henni áleiðis skref fyrir skref,
„hver öld þó að beri hana skammt".1 Það eru einmitt
menn eins og Kolbeinn — og þá ekki síður Stephan sjálf-
ur, menn sem fórna ytri gæðum fyrir andlegt líf.
Þann, sem yztur þræddi og hrauð
þjóðar listastíginn,
spurði ei fyrst um eign og auð —
útivistin sú er snauð.2
Áreiðanlega hefðu flestir þessara manna getað lifað við
meiri hagsæld, ef þeir hefðu beint kröftum sínum að því
að afla sér fjár og frama. Þetta fann Stephan vel sjálfur,
samanber ummæli hans í bréfi til Eggerts Jóhannssonar,
dagsettu 11. janúar 1906, en þar kemst hann meðal ann-
ars svo að orði: ,,En að ég er ekki ríkur, Eggert minn,
kenni ég engu nema sjálfskaparvítum. Hefði ég beitt því
litla viti, sem ég hefi, til fjárdráttar, eins í öllu, sem lög
leyfa, þá trúi ég ekki öðru en að ég hefði getað staðið
þar hverjum óvönduðum meðalmauraþegn jafnfætis.“3
I síðustu rímunni, Leiði í landauðn, hefur Stephan
bundið nafn sitt. Gerir hann svolátandi grein fyrir því í
skýringum sínum við kvæðið: „Ef þú4 lest saman fyrstu
stafi hverrar línu, ofan til til enda, í síðasta kvæðinu á
eftir mansöngnum, þá færðu orðin „Stebbi frá Seli“, nafn-
ið, sem leikbræður mínir í Skagafirði nefndu mig forð-
um.“----------„Mér gengur ekkert til að setja ekki nafn
mitt undir kvæðið nema glettni, að lofa einhverjum að
1) Andvökur I, 212. bls.
2) Andvökur III, 79. bls.
3) Bréf og ritgerðir I, 128. bls.
4) Þ. e. dr. Rögnvaldur Pétursson.