Studia Islandica - 01.06.1961, Side 36
34
í sérhverri afsökun ásökun var
sem eitri í kaleikinn bætt.1
Prestskonan er í hjarta sínu efagjörn og vill naumast
hlíta dómi manns síns:
því sambúðin hafði það kannske henni kennt
í kyrrþey, en stöðugt og jafnt:
að prestvígslulaust verða mennirnir menn,
að menn eru prestarnir samt.1
XVII. kafli nefnist Almenningsálitið. Morguninn eftir
kemur það til skjalanna og fellir úrslitadóminn í vafa-
máli klerksins. Það verður heyrinkunnugt, að íslenzka
konan hefur fórnað lífi sínu til að frelsa barn, er slysið
varð. Hefðarkonan, móðir barnsins, kemur að máli við
prest og tjáir honum vilja sinn til að gera útför Ragn-
heiðar veglega. Skýrir hún honum frá, að Ragnheiður
hefði verið sloppin úr hættunni, er hún sneri inn í vagn-
inn aftur til að ná í barnið. Heitir hún presti launum
fyrir liðsinni. Nú er honum ekkert að vanbúnaði. Hann
tekur að sér að annast útför Ragnheiðar og flytur vand-
aða ræðu.
En hér verður sögumaður einnig þess var, að prests-
frúin er allt annað en sjálfri sér samkvæm. Kvöldið áður
hafði hún tjáð sig fúsa til að fylgja bersyndugu konunni
til grafar. Þótt almenningsálitið hafi nú snúizt á sveif
með Ragnheiði, vill frúin sýna hneykslan sína og siðgæðis-
strangleik og dregur að sér kjólinn með þóttasvip, er hún
gengur hjá kistunni. Á heimleiðinni eiga þau tal saman.
Lætur sögumaður í Ijós trú sína á manngildið, jafnvel
þeirra, sem úrhrök eru talin, og þá bjartsýni, að fram-
tíðin muni að lokum búa svo að hverjum einstaklingi,
hve lítilsigldur og smár sem hann er, að hið bezta í fari
hans nái fullum þroska.
1) Andvökur II, 50. bls.