Studia Islandica - 01.06.1961, Page 22
20
Höfundur bréfkaflans er ekki nefndur, en ritstjóri Sam-
einingarinnar, síra Jón Bjarnason, kveðst ábyrgjast, að
rétt sé með farið. Hér hefur því sá á penna haldið, sem
síra Jón treysti til hlítar. Er þá enginn líklegri en síra
Friðrik Bergmann, því að þeir prestarnir voru nánir sam-
starfsmenn í stjórn kirkjufélagsins og síra Friðrik auk
þess í útgáfunefnd Sameiningarinnar. Mátti hann og
gerst vita, hvað á seyði var í félagslífi Dakota-lslendinga,
enda virðist bréfkaflinn hafa verið saminn um líkt leyti
og gengið var frá stofnun Menningarfélagsins.
Eins og áður var drepið á, birti Lögberg 11. apríl frétta-
bréf frá Garðar eftir Stephan G., og fylgdi því frásögn af
stofnun Menningarfélagsins svo og forspjall þess. 1 sama
mánuði birti Sameiningin allharðorða ritstjórnargrein
gegn félaginu. Er því borið á brýn, að það vilji „brjóta
niður kirkju vora, gjöra út af við biblíuna og leggja krist-
indóminn að velli.“1 Á hinn bóginn huggar greinarhöf-
undur sig við það, að sú tilraun muni fara út um þúfur
og ,,vantrúarfélag“ þetta verða skammlíft. Stephan svar-
aði Sameiningunni 6. júní, og birtist grein hans í Lög-
bergi 20. sama mánaðar. Telur hann úlfaþytinn stafa af
misskilningi og ónógri vitneskju um félagið og leiðréttir
ýmislegt af því tagi. Hins vegar lætur hann engan bilbug
á sér finna og fer hvergi á hæli fyrir hinum lærða klerki.
Þessi viðbrögð prestanna sýna ljóslega, að þeir hafa
óttazt, að kirkjunni stafaði hætta af starfsemi Menning-
arfélagsins. Uggur þeirra kom enn skýrt í ljós á fjórða
ársþingi kirkjufélagsins, sem háð var í byggðarlagi Menn-
ingarfélagsmanna á Mountain í júní 1888. 1 ársskýrslu
sinni lét forsetinn, síra Jón Bjarnason, þess getið, að
þörf væri á fleiri prestum, m. a. vegna þess, að farið
væri ,,að bóla á félagsskap meðal Islendinga í þá átt að
eyðileggja kristna trú og kristilega kirkju.“ 2 Án efa var
Menningarfélagið einnig orsök þess, að þetta kirkjuþing
1) Sameiningin 1888 nr. 2, 17. bls.
2) Sjá Lögberg 27. júni 1888.