Studia Islandica - 01.06.1961, Side 31
29
í tveim næstu köflum, sem nefnast Ragnheiður litla
og Sveitasiðurinn, er lýst bernsku og æsku íslenzkrar
stúlku, sem sögumaður kynnist í bænum. Ragnheiður
er komin af fátæku foreldri. Sökum atvinnubrests hefur
faðirinn ekki megnað að sjá fjölskyldunni farborða.
Stúlkan er elzt í hópi fjögurra systkina. Þegar hún nær
tólf ára aldri, neyðist faðir hennar til að senda hana í
vist til ókunnugs, enskumælandi fólks. Hún slitnar brátt
úr tengslum við íslenzkar heimavenjur og þjóðerni, en
heldur eigi að síður barnstryggð sinni við foreldra og
heimili. Engin rækt er síðan lögð við uppeldi Ragnheið-
ar. Þótt hún læri að tala ensku, kann hún hvorki að lesa
það mál né skrifa. Fræðslan, sem henni er látin í té, mið-
ast við það eitt að fullnægja kröfum kirkjunnar til ferm-
ingarbarna. Ragnheiður lærir að stauta íslenzku, en kver-
ið er eina bókin, sem hún kynnist, og hún fær óbeit á bók-
um. 1 tómstundum sínum sækir hún kirkju og danshús.
Nokkrum árum síðar flytjast foreldrar Ragnheiðar úr
bænum og hefja búskap uppi í sveit. Ragnheiður dvelst
eftir og veitir foreldrum sínum fjárhagslegan stuðning,
unz hagur þeirra vænkast, svo að þau verða bjargálna.
Þá kemur Ragnheiður til þeirra í kynnisför. Fegurð henn-
ar vekur óskipta athygli unga fólksins, og færist brátt
nýtt fjör í skemmtanalífið í sveitinni. Presturinn grípur
tækifærið og lætur efna til skemmtunar í fjársöfnunar-
skyni vegna kirkjunnar. Kvenfélagið leggur málinu lið
og nýtur aðstoðar Ragnheiðar við undirbúninginn. Tekst
svo að losa kirkjuna úr skuld.
En þar með er hlutverki Ragnheiðar lokið. Hvorki
ættingjarnir né kirkjan þurfa nú á hjálp hennar að halda.
Hún kann ekki að semja sig að háttum sveitafólksins og
festir því ekki yndi meðal þess. Hlýtur hún að hverfa
aftur til borgarinnar, og þar verða áðurnefndir fundir
hennar og sögumanns litlu síðar. Lýkur svo fyrsta þætti
kvæðisins.
Næst hittum við sögumann okkar á vetrarferðalagi í