Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 48
46
lítilla heilla fyrir fjöldann. Sér til handa kaus Stephan
fremur frjálsræði við döpur kjör en aðkreppu, þótt lífið
sýndist þar bjartara.1 Þetta skilst enn betur, er hann
segir, að auðnin sé sér „þúsund sinnum kærri en þröng-
býlið í sveitum“ og fjárgeymslan frjálsmannlegri en ak-
uryrkjan.2 Slíkum náttúrubörnum er vistin í námugöng-
um lítt bærileg. I borginni unir hann heldur ekki í ná-
býli við þann hugsunarhátt, sem réttlætir, að fáir útvald-
ir njóti velsældar, en fjöldinn lifi við kröpp kjör og ófrelsi.
Honum verður líkt innan brjósts og þeim, sem lentu hjá
álfunum forðum:
Þó byggju við allsnægtir, ástir og glaum,
þeim aldrei varð glatt fyrir því:
Sig kristna þeir héldu, en heiðið þeim fannst
allt huldufólk björgunum í.
Mig bagar það álíkt, að örfáir menn
sér eigna hér bústað og jörð;
mér finnst eins og bærinn sé fjárhúsakrans
og fólkið sé erfðamerkt hjörð.3
Hér birtist sem víðar umhyggja Stephans fyrir þroska
mannanna og velferðarmálum þeirra. Fái einstaklingur-
inn ekki að þroskast, er til lítils lifað, enda þótt manns-
lífið sé rándýrt, reiknað út frá hagsmunum þeirra, sem
græða á vinnunni. Gróðahyggjan knýr menn til að beita
óvönduðum aðferðum. I auglýsingaskruminu er vikið frá
því sanna, stórgróðinn minnir á rán og gjaldþrotin á
þjófnað. Loks ginna auðfélögin alþýðuna út í alls kyns
ævintýri (sbr. gullæðið í Golden), skjóta sér undan
ábyrgð, en hirða gróðann, ef einhver verður:
Það fór eins og vant er — hver uppspretta auðs,
sem orðið gat fátækum bót,
1) Sbr. Bæjarbraginn, Andvökur II, 16. bls. Sjá einnig Bréf og ritgerð-
ir I, 108.—109. bls.
2) Sbr. Sumarkvöld í Alberta, Andvökur I, 330. bls.
3) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 16,—17. bls.