Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 111
109
stöðumunarins. Grímur, menntamaðurinn og fagurfræð-
ingurinn, hafði sögurnar fyrir sér, er hann kvað, þess
vegna kunna fyrirmyndirnar að hafa orkað sterkara á
hann en Stephan, bóndann og landnemann, er orti kvæð-
in við störf sín og á andvökunóttum og hafði oftast aðeins
við eigið minni að styðjast, er hann færði í Ijóð þær sögur
og sagnir, er hann las í æsku heima í Víðimýrarseli í bók-
um þeirra Jóns á Víðimýri og Egils á Skarðsá.
Söguljóð orti Stephan nokkuð allt frá upphafi vega
(sbr. fyrrnefndan ,,Vökuauka“). En hin elztu, sem hann
birti, eru þó ekki ort fyrr en 1891, Landnámsmaður-
inn og Gróttasöngur. Árið 1895 snýr hann sér svo af
auknum mætti að þessari kveðskapargrein, yrkir þá tíu
slík kvæði, þeirra á meðal Illugadrápu og Hergilseyjar-
bóndann. Þetta eru jöfnum höndum kvæði út af íslend-
ingasögum, konungasögum, fornaldarsögum og goða- og
hetjusögum. Leynir sér ekki, hve föstum tökum sagna-
efnin hafa nú gripið hug hans. Síðan yrkir hann sögu-
Ijóð öðrum þræði allt til æviloka, þó aldrei aftur svo
mörg á einu ári.
En elzta þjóðsagnakvæðið, sem hann birti, er Jón hrak,
ort 1898. Og það er eina kvæðið um slíkt efni, sem hann
birtir fyrir 1910, er þriðja bindi af Andvökum kom út. Á
næstu árum, eða til þess er hann kveður Kolbeinslag,
yrkir hann tvö slík kvæði, íslenzka þjóðsögu og Kölska
í skáninni. Líklegt er einnig, að til þjóðsagnarinnar um
afdrif hins illræmda Bessastaðaumboðsmanns, Tómasar
Nicolajsens,1 megi rekja hugmyndina að kvæðaflokknum
Björg á Bjargi (ortur 1912), að minnsta kosti bendir nið-
urlagserindi hans til þess, þótt efni hans sé að öðru leyti
frumsamið.
önnur þjóðsagnakvæði sín en þau, sem nú hafa verið
talin, yrkir Stephan síðar en Kolbeinslag, en alls mun
mega rekja efni h. u. b. tólf kvæða hans til þjóðsagna. Þar
1) Sjá Sögu Islendinga V, 152,—153. bls.