Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 162
160
þeim. Skáldskapurinn á ekki að vera innantómt orða-
gjálfur, heldur hvatningarljóð. Hann segir:
Dáðin hljómi, stuðla staf
studd, sem rómar duga.
Ragri þjóð við röskvan óð
renni blóð til skyldu.
Lýð, sem fallinn líður halla,
ljóð vor kalli að heimta gjöld.1
Hlutverk skáldanna er að kveða kjark í þjóðina og brýna
fyrir henni að gefast ekki upp, þótt á móti blási:
Fótum kröfu á fremstu nöf:
Flónsk uppgjöf sé stundartöf.
Fullum huga lifum lífs!
Ljós úr smugum berum.2
Sá er boðskapurinn, sem þau eiga að flytja. Og þau verða
að þekkja sitt hlutverk. Þau mega ekki gera skáldskap-
inn að tómri íþrótt, að formlist, því að hugsunin, vitið,
skiptir meira máli en búningurinn. Bezt er þó, að hvort
tveggja fari saman, þá er skáldskapurinn fullkominn.
Þess vegna svarar Kolbeinn hendingu Kölska,
Gerum lit að list, en vitið ekki,
þannig:
Látum hita hugsana
hrína á gliti orðanna.3
Jafnframt því, sem skáldin kveða lífsþrótt í þjóðina,
varðveita þau mál hennar öðrum fremur. Og ekki aðeins
tungan, heldur og menning þjóðarinnar og saga lifa
lengst í verkum þeirra. Af lestri kvæða og sagna kynn-
1) Andvökur III, 89.—90. bls.
2) Sama, 91. bls.
3) Sama, 91. bls.