Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 126
124
erindum hefir verið sleppt úr, er óþarfi þótti að prenta,
af þeim, sem Gísli tilfærir."1
Því miður veit ég lítil deili á handriti því, sem þáttur-
inn er prentaður eftir í Lögbergi. Ég veit ekki með vissu,
hvenær það hefur verið ritað né hvað um það hefur
orðið. Ef til vill væri hægt að komast fyrir hið síðara með
ýtarlegri eftirgrennslan vestan hafs, en þess hefur ekki
verið kostur að þessu sinni. Sökum þess, að handritið er
ekki við höndina, verður að láta það nægja, sem ráða má
af samanburði þess, er í Lögbergi er prentað, og hand-
ritanna í Landbókasafni, sem áður voru nefnd. Sá sam-
anburður er að vísu örðugri fyrir þá sök, að þátturinn
er ekki birtur í heilu lagi í Lögbergi, en úrfellingarn-
ar virðast svo litlar, ef treysta má orðum ritstjórans, að
þær geta vart raskað heildarsvip þáttarins.
Efni þáttarins, eins og hann er prentaður í Lögbergi,
er í stuttu máli á þessa leið: Fyrst er getið bústaða Kol-
beins, eins og gert er í Lbs. 1128 4t0 og J.S. 302 4t0. Því
næst er sagt, að þeir Galdra-Brandur og Kolbeinn hafi
átt í erjum, en hins vegar ekki um það getið, hvemig þær
hófust, en það er efni fyrsta kafla handritanna tveggja
í Landsbókasafni. Næst er sagt frá kvonföngum Kol-
beins, samsvarar sú frásögn öðrum kafla þáttanna í hand-
ritunum. Þá segir frá því, er Brandur sendir Kolbeini
draugana fimm, sbr. þriðja kafla handritanna tveggja og
þáttinn í Lbs. 1124 4t0. Síðan er sagt, að Kolbeinn hafi
verið mikið skáld, en lítill búhöldur, og þess getið, að
hann hafi kveðið Sveins rímur Múkssonar fyrir Brynjólf
biskup Sveinsson. Því næst kemur frásögnin af sameign
þeirra Kolbeins og Kölska, samanber sjötta kafla í Lbs.
1128 4t0 og áttunda kafla í J.S. 302 4t0. Þá kemur sagan
af Mávahlíðardraugnum, samsvarandi tíunda kafla Lbs.
1128 4t0 og ellefta kafla J.S. 302 4t0. Loks eru talin helztu
verk Kolbeins, önnur en Sveins rímur og Vikusálmarnir,
1) Lögberg, 30. október 1913.