Studia Islandica - 01.06.1961, Side 71
69
hann hefur fylgt við byggingu kvæðisins. Hann segir ekki
samfellda sögu, heldur velur áhrifamestu kaflana og fell-
ir þá saman. Minnir þetta fremur á impressíónismann.
Eigi að síður sjást hér glöggt ýmis einkenni raunsæis-
stefnunnar. Viðfangsefnið er valið úr samtíðinni að hætti
raunsæisskálda, lýst er hversdagslegu fólki í hversdags-
legu umhverfi. Hér er vændiskona söguhetja, eins og oft
bar við hjá realistum. Enn fremur eru þjóðfélagshættir
og trúarbrögð gagnrýnd. Loks gætir þeirrar skoðunar í
kvæðinu, að umhverfið eigi drjúgan þátt í að móta sálar-
líf manna og breytni. Sú skoðun var mjög uppi á síðari
hluta 19. aldar, og gætti í henni áhrifa frá þróunarkenn-
ingu Darwins og þjóðfélagskenningum Marx. Kom þetta
skýrast fram í skáldskap natúralistanna, t. d. Zola, en
ritum hans hafði Stephan kynnzt, er hann skóp Á ferð
og flugi.i
Áhrif frá jafnaðarstefnunni sjást einnig glöggt í þjóð-
félagsádeilum kvæðisins, og vísast um það til kafla þess-
arar ritgerðar um lífsskoðanir og ádeilur. Áður hef ég
einnig rætt um áhrifin frá stefnu frjálshyggjumanna í
trúmálum. En til viðbótar því, sem þar er sagt, skal þó
hér minnzt tveggja manna.
Fyrst skal nefna rithöfundinn og mælskumanninn Ro-
bert Green Ingersoll (1833—1899). Hann varð á efri ár-
um sínum mjög kunnur í Ameríku sem andstæðingur
kirkju og trúarbragða. Gagnrýndi hann Biblíuna, eink-
um í fyrirlestrum, og komu hinir helztu þeirra út á ár-
unum 1876—1887. Hefur Stephan þá sennilega kynnzt
skoðunum hans, því að 23. marz 1889 flutti hann fyrir-
lestur um Ingersoll og verk hans á Mountain í N-Dakota
á fundi, er Menningarfélagið hélt. Lýsti Stephan ná-
kvæmlega stefnu Ingersolls og skoðunum, sem fram koma
í ritum hans.1 2 Er mér ekki kunnugt, að sá fyrirlestur
hafi birzt á prenti, og hefur hann að líkindum glatazt.
1) Sbr. Bréf og ritgerðir I, 73. bls.
2) Sbr. Lögberg, II. árg. nr. 17.