Studia Islandica - 01.06.1961, Page 13
11
II
Stephan G. Stephansson og kirkjumál
Vestur-íslendinga
Heimildir um trúarskoðanir Stephans G. Stephans-
sonar eru kvæði hans, ritgerðir og bréf. Engum, sem
verk hans les, getur blandazt hugur um, að í kirkjuleg-
um skilningi var hann trúlaus maður eða atheisti, eins
og hann kallar sig berum orðum í bréfi frá 28. des. 1909.
Þessar heimildir varða að langmestu leyti efri ár skálds-
ins, en frá fyrri árunum — einmitt þegar skoðanir hans
voru að mótast og festast — höfum við ekkert sambæri-
legt til að styðjast við. Trúarlífi Stephans frá fermingu
til þrítugsaldurs verður því ekki lýst með mikilli ná-
kvæmni, þótt aðalatriðin séu augljós: Leið hans lá frá
lausmótaðri barnatrú gegnum efasemdir og skynsemis-
dýrkun til trúleysis á kristilega vísu. Ýmis rök hníga að
þvi, að kristindómurinn hafi ekki snortið Stephan djúpt
í æsku. Vídalínspostilla, sem þó hafði áhrif á hann mest
bóka, lét trúarlíf hans ósnortið að sögn hans sjálfs,1 og
á æskuárunum í Bárðardal lét hann þá hugsun flakka,
að Biblían og Edda væru innblásnar á líkan hátt.2 3 Af
þessu og ýmsu öðru verður sú ályktun dregin, að Stephan
hafi verið orðinn blendinn í trúnni, er hann fluttist tii
Ameríku árið 1873, tvítugur að aldri. Tveimur árum síð-
ar telur hann sig hafa kveðið vísu þá, er hann nefnir
Framþróun:
1 æsku tók ég eins og bam
alheimskunnar trúna.
Með aldri varð ég efagjarn.
Engu trúi ég núna.s
1) Sjá Bréf og ritgerðir IV, 88. bls.
2) Sjá Bréf og ritgerðir IV, 93. bls., sbr. ennfr. 58. bls.
3) Andvökur I, 12. bls.