Studia Islandica - 01.06.1961, Side 75
73
Píslarvætti.
F. Adler: Stephan G.:
Wide as the earth is the mar- Pétursborg (Andvökur I, 573.—•
tyrdom of man, but the cry of 575. bls.). Sjá enn fremur Trans-
the martyr is the creaking of the vaal (Andvökur I, 536.—546. bls.).
wheel which warns us that the
great car of human progress is
in motion. (128. bls.).
Viðhorfið til Krists.
F. Adler: Stephan G.:
It was the humanity, not the „Eloi lamma Sabakhthani!"
dogma of Jesus, by which Chri- (Andvökur I, 434.-439. bls.).
stianity triumphed. (163. bls.).
Þetta samræmi eykur stórum líkur þess, að Stephan
hafi haft náin kynni af skoðunum Adlers. Verður í þessu
sambandi enn að minnast þess, að Stephan þekkti sann-
anlega deili á Adler og vissi, að hann var upphafsmaður
þeirrar hreyfingar, sem Menningarfélagið í Dakota taldi
sig til.1 Þegar félagið var stofnað, var Creed and Deed
komin út fyrir ellefu árum. Hefur bókin vafalítið fljótt
orðið kunn meðal frjálshyggjumanna vestra og náð mik-
illi útbreiðslu, því að fimmta útgáfa var prentuð árið 1894.
Þar sem vitað er, að Menningarfélagið varði fé til bóka-
kaupa og kom á fót sterku lestrarfélagi, má gera ráð
fyrir, að umrædd bók hafi borizt Stephani í hendur í
Dakota og átt þátt í að móta lífsskoðanir hans. Hins
vegar leið enn nokkur tími, þar til Stephan tók að birta
skoðanir sínar, og margt af því, sem hér er tilfært til sam-
anburðar, ritaði hann löngu síðar. Ef Stephan hefur til-
einkað sér skoðanir Adlers á Dakota-árunum, hafa þær
verið farnar að meltast til muna, þegar hinn raunveru-
legi skáldskaparferill hans hófst. Auk þess var það sízt
háttur Stephans að þræða annarra orð, sbr. t. d. þýð-
ingar hans.
En hvað sem sannast er um þetta, er bók Adlers skýr
sönnun þess, að ýmsar þeirra skoðana, sem Stephani voru
samgrónar, hafa áður verið birtar og um þær fjallað á
1) Sbr. bls. 19 hér að framan.