Studia Islandica - 01.06.1961, Side 154
152
af eigin reynslu, þegar hann er að segja frá Kolbeini,
skáldskap hans og kjörum. Prófessor Sigurður Nordal
segir í ritgerð sinni um Stephan: „Engin af þeim persón-
um úr sögum og sögnum, sem Stephan yrkir um, er hon-
um nákomnari en alþýðuskáldið, sem kveður „höfðingja
þessa heims“ í kútinn.“1 Síðan bendir hann á, að margt
í lýsingu Kolbeins eigi ekki síður við Stephan sjálfan.
Þetta er rétt. Hins vegar þarf það engan veginn að stafa
af því, að þar sé um vísvitandi sjálfslýsingu að ræða, að
Stephan hafi sjálfan sig í huga, er hann segir frá Kol-
beini. Athugum þetta betur. Að ytra útliti lýsir Stephan
Kolbeini sem veðurbörðum erfiðismanni, bognum í baki,
hoknum 3 hnjám og með sigg í lófum. En innan undir
þessari hrjúfu skel býr heitt skap, falinn eldur, er getur
blossað upp og slegið ljóma á ytra borðið. Vissulega gæti
þetta átt við Stephan sjálfan, en sannar þó engan veginn,
að um sjálfslýsingu sé að ræða. Er þetta ekki það, sem
er sameiginlegt flestum okkar beztu skáldum úr alþýðu-
stétt? Gæti þetta ekki til dæmis eins verið lýsing Bólu-
Hjálmars eða Guðmundar á Sandi? Mér finnst líka, að
sumu í lýsingu Kolbeins svipi öllu meira til Bólu-Hjálm-
ars en Stephans, t. d. þessu:
Og skýlið hans kallaðist bæli og bás,
og búlandið skriður og keldur.
Fyrir hurð sína átti hann alls engan lás —
og ei fyrir trú sína heldur.
En út yfir heiðarnar hentust hans ljóð
og háseta til fram á víði.
Og hann var þeim myrkfælnu hjálpin í óð
og héraðsins átveizluprýði.
Því skammdrjúgar urðu hans ómaga fans
þær afgangaleifar til neyzlu,
1) Andvökur, úrval, Rvík 1939, LXII. bls.: Stephan G. Stephansson, mað-
urinn og skáldið, Rvík 1959, 135. bls.