Studia Islandica - 01.06.1961, Side 159
157
er á gangi, en Kolbeinn sat undir árum. Að síðara úr-
ræðinu, andvökunum, víkur Stephan miklu oftar, sam-
anber t. d. bréfið til Jóhanns M. Bjarnasonar, dagsett 20.
júlí 1898, þar sem hann segir m. a.: „1 dag hefi ég unnið
síðan kl. 6 í morgun, vel og svikalaust, þangað til kl.
9—10 í kveld, fór svo að hátta, en ég er svo ólánssamur,
að ég get ekki sofið, hvernig sem ég reyni, og þó á ég
það skilið, ekki er ég svo ranglátur. Ég reyndi að lesa
mig í rot, en það var ómögulegt, svo fór ég á fætur kl.
12 til að skrifa þér. Þegar „andvökusvölurnar“ setjast við
gluggann minn, hefi ég aðeins eitt ráð til: Að vinna sjálf-
an mig úrvinda og tilfinningalausan, þó það taki marga
sólarhringa.“1 Og síðar í sama bréfi segir hann: „Klukk-
an er að ganga fjögur, Magnús, bráðum birtir úti. Ég
ætla að sofna hérna ögn fram á púltið, þangað til ég
smala kúnum“.2 Hvergi lýsir hann þó betur andvökunótt
og afrakstri hennar en í hinu ágæta inngangskvæði að
öðru bindi af Andvökum. Þar segir hann svo m. a.:
Hver er allt of uppgefinn
eina nótt að kveða og vaka,
láta óma einleikinn
auðveldasta strenginn sinn,
leggja frá sér lúðurinn,
langspilið af hillu taka?
Nú skal strjúka hlýtt og hljótt
hönd við streng sem blær í viðnum,
grípa vorsins þrá og þrótt
— þungafullt en milt og rótt —
úr þeim söng, sem sumarnótt
syngur djúpt í lækjarniðnum.
1) Bréf og ritgerðir I, 72. bls.
2) Sarna rit, 74. bls.