Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 146
144
Dr. Björn Sigfússon hefur í grein sinni, Sálmar Kol-
beins Grímssonar undir Jökli, komið fram með þá tilgátu,
að Stephan hafi um staðarval kvæðasennunnar farið eftir
nú óþekktri gerð þjóðsögunnar um Kolbein, þar sem þeir
Kölski hafi verið látnir kveðast á úti á klettadrang í út-
sæ. Segir hann enn fremur, að sú gerð þjóðsögunnar gæti
átt rætur að rekja til eins af kvæðum Kolbeins, sem áður
hefur verið getið, þar sem hann líkir ævi sinni við sjóferð.
Ég veit að vísu, að hugsanlegt er, að þessu sé þannig
farið, en tel samt, að hér sé um hreina tilgátu að ræða,
sem styðjist ekki við nægileg rök. Ljóst er af því, sem
þegar hefur verið sagt, að heimildanotkun Stephans í
þessu kvæði og raunar fleirum er ákaflega frjálsleg. Hann
tekur það eitt upp óbreytt, sem samræmist hugmyndum
hans. Þess vegna er þetta frávik engin undantekning, er
furðu þurfi að vekja. Það eitt ætti að nægja til skýringar,
að Stephani hafi þótt fara betur á því að láta iðjumann-
inn Kolbein mæta Kölska á leið til starfa síns, fiskidrátt-
arins, í stað þess að reika um nótt fram á bjargbrún að
nauðsynjalausu og hengja þar fætur fram af myrkra-
höfðingjanum til þægðar. Slíkt hefur honum fundizt bera
of mikinn keim hjátrúarinnar fornu, er þjóðsögurnar voru
sprottnar af.
Þessi annar hluti kvæðisins, Á Kolbeinsstöðum, er, eins
og nú hefur verið sýnt, að langmestu leyti frumhugsað-
ur af Stephani. Lýsingin á Kolbeini og högum hans á sér
enga fyrirmynd í neinum sögum. Einungis reglur þær, er
þeir Kölski og Kolbeinn setja kvæðastefnunni, eru sóttar
til þjóðsögunnar. Sem heild er þessi ríma mun betur gerð
en fyrsta ríman. Persónu Kolbeins er sýnu betur og skýr-
ar lýst en Kölska, og mjög skemmtileg og lifandi er frá-
sögnin af starfi Kolbeins daginn, sem Kölski kom að
finna hann. Fellur sá kafli mjög vel að söguþræðinum,
og sama er að segja um lýsinguna á komu Kölska. Að-
eins einu í þessum kafla finnst mér ofaukið. Það er skír-
skotunin til Xantippu og Sókratesar, þegar Stephan er